Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Justin Bieber er spenntur fyrir Íslandi. mynd/getty Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Talsverðar líkur eru á því að poppprinsinn Justin Bieber muni halda aukatónleika hér á landi í Kórnum í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. „Við erum á fullu að reyna að landa aukatónleikum og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins færu aukatónleikarnir fram þann 8. september, eða daginn fyrir þá tónleika sem uppselt er á. Uppselt varð á tónleikana 9. september á um 44 mínútum. „Eftirspurnin er svo margfalt meiri en framboðið. Það að við náum að landa aukatónleikum er það sem leysir öll vandamálin, það er sárvöntun á öðru sjóvi,“ segir Ísleifur. Hann getur þó ekki staðfest hvort og hvenær mögulegir aukatónleikar færu fram að svo stöddu. Hann segir að eftirspurnin hafi komið sér á óvart. „Þetta kemur mér auðvitað á óvart, að það þurfi tvenna nítján þúsund manna tónleika í þrjú hundruð þúsund manna landi. Þetta eru tæplega 13% af þjóðinni, þetta hlýtur að vera heimsmet,“ segir Ísleifur léttur í lundu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Justin Bieber sérlega spenntur fyrir Íslandi. „Mér skilst að hann hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi og að hann sé spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands.“ Poppprinsinn er ákaflega vinsæll um heim allan og hefur eftirspurnin eftir miðum á tónleika hans verið brjálæðisleg um heim allan. Justin Timberlake hélt tónleika í Kórnum í fyrra og þá voru 16.000 miðar í boði en 19.000 miðar voru í boði á tónleika Biebers. „Við ákváðum að fara extra varlega síðast en þetta hús tekur 19.000 manns.“ Ekki liggur fyrir hver eða hvort upphitunaratriði verða á tónleikum Biebers en samkvæmt heilmildum Fréttablaðsins eru talsverðar líkur á að upphitunaratriðið verði íslenskt. „Það væri gaman ef það væri íslensk upphitun en það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Ísleifur.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“