Vægast sagt sérstök stemning á Miss Universe: Hryðjuverkaógn í bland við fegurðardrottningablús Guðrún Ansnes skrifar 22. desember 2015 11:00 Manuela segir Bandaríkjamenn fulldramatíska. Mynd/aðsend „Ég var svo þrotuð, og hugsaði bara að ef eitthvað kæmi fyrir mig væri það líklegast eitthvað sem ætti að gerast. Ég varð mér úti um kósí föt og hreiðraði um mig með nammi uppi á hóteli, þar sem öllu var lokað og algjörlega bannað að fara út,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland, sem nú dvelur í Las Vegas. Má með sanni segja að Manuela hafi haldið úti stórbrotinni spennusögu á Snapchat-reikningi sínum, sem er þéttsetinn aðdáendum, þegar hún upplifði eitt vandræðalegasta augnablik í sögu Miss Universe-keppninnar skömmu áður en hún var lokuð inni á hóteli vegna möguleika á hryðjuverkaárás á Planet Hollywood í Las Vegas, þar sem hún var stödd. Sinnti Manuela hlutverki dómara í tískupallagöngu keppenda, og var því í salnum á sunnudagskvöldið. Ekki er ofsögum sagt að Vegas-ferðin hennar hafi verið skrautleg, en líkt og flestir hafa orðið varir við var röng fegurðardrottning krýnd, þegar grínistinn Steve Harvey tilkynnti fyrir fullum sal að ungfrú Kólumbía hefði hreppt hnossið, þegar ungfrú Filippseyjar hafði raunverulega verið valin.Ungfrú Kólumbia Ariadna Gutierrez og ungfrú Filipseyjar, Pia Alonzo Wurtzbach voru heldur vandræðalegar eftir ruglinginn. Manuela segir dauðaþögn legið yfir salnum. „Þetta var rosalegt, ég var sjálf í mjög góðu sæti, mitt á milli filippseyska fylgiliðsins og þess kólumbíska. Fólk greip bara um andlitið þegar Steve steig á sviðið aftur og sagðist hafa gert mistök. Það varð dauðaþögn og fólk var bara í sjokki,“ segir Manuela, sem segir Íslendinga líklega ekki átta sig á umfangi keppninnar, og þeirra mistaka sem áttu sér stað. „Fylgjendur filippseysku stelpunnar tóku þátttöku hennar mjög alvarlega, og í hvert einasta skipti sem hún kom á sviðið bilaðist hópurinn. Þarna voru fullorðnir karlar í sparifötum og með kórónur, þetta var ótrúleg upplifun.“ Manuela segir þó að ekki hafi komið til handalögmála þegar í ljós kom að röng stúlka bæri kórónuna. „Fólk var bara rosalega vonsvikið, ég meina, hversu flókið er að segja rétt nafn? Hvernig er hægt að klúðra þessu?“ spyr hún, og bætir við að sjálf hafi hún ákveðnar hugmyndir um að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið atriði, og fleiri séu á því máli.Steve Harvey er ekkert sérstaklega vinsæll um þessar mundir, og líklega óvinsælastur í Kólumbíu.mynd/getty „Það fóru strax sterkar sögusagnir á flug um það, og fólk sem þekkir þennan keppnisbransa eins og lófann á sér sagði að það hefði verið svolítið skrítið að ekki hefði verið klippt á útsendinguna eins og er alltaf gert þegar búið er að afhjúpa sigurvegarann. Núna voru myndavélarnar hins vegar enn á sviðinu, og allt í þögn. Ég veit að áhorf á keppnina hefur fallið, svo það ýtir enn frekar stoðum undir þessa samsæriskenningu,“ segir Manuela, og bætir við að ef satt reynist, sé það hryllilega illa gert gagnvart þeirri kólumbísku. „Stemningin varð líka svolítið eins og enginn hefði unnið, sú filippseyska gat eiginlega ekkert glaðst í þessum aðstæðum, hin grátandi og allt frekar skrítið.“ En ekki tók betra við eftir að keppni lauk, því þá fékk Manuela þær fréttir að talið væri að hugsanlega hefði verið gerð hryðjuverkaárás í móttöku hótelsins, þar sem hún var einmitt stödd.Manuela mætti í kjólnum sem Tyson gaf henni fyrir þrettán árum, snapchat vinum hennar til mikillar gleði. Sjálf sagðist hún hafa frétt af Tyson í salnum, án þess að hitta hann þó.mynd/aðsend„Þetta var mjög dramatískt, þetta er auðvitað rosalega stór keppni og ég fæ bara þær upplýsingar að möguleg hryðjuverkaárás hafi átt sér stað á Planet Hollywood, þar sem ég var. Ég var svolítið lengi að koma mér af stað út, svo ef ég hefði farið fyrr, hefði ég vel geta lent í þessu, þar sem fólk sem kom af keppninni var þarna á meðal,“ útskýrir hún og hneykslast á hve dramatískir Bandaríkjamenn geti verið, en hún var eins og áður segir lokuð inni á hótelinu þar til búið var að blása hryðjuverkaógnina af. „Ætli ég sé ekki dálítið góð í að koma mér í alls konar ævintýri,fólk getur svo bara stokkið á vagninn á Snapchat, manuelaosk,“ segir Manuela að lokum, og hlær, blessunarlega heil á húfi á leið sinni til Los Angeles þar sem hún ætlar sér að eyða jólunum með fjölskyldunni. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Manuela Ósk Harðardóttir fékk kjóllinn að gjöf frá hnefaleikakappanum fyrir rúmum þrettán árum. Kjóllinn passar enn og stefnir hún á að klæðast honum á Miss Universe-keppninni í Las Vegas. 10. desember 2015 09:00 Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Íslendingar eru ekki ókunnugir því þegar röng úrslit eru óvart tilkynnt en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár. 21. desember 2015 13:15 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Björn plokkar í stað Höllu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ég var svo þrotuð, og hugsaði bara að ef eitthvað kæmi fyrir mig væri það líklegast eitthvað sem ætti að gerast. Ég varð mér úti um kósí föt og hreiðraði um mig með nammi uppi á hóteli, þar sem öllu var lokað og algjörlega bannað að fara út,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland, sem nú dvelur í Las Vegas. Má með sanni segja að Manuela hafi haldið úti stórbrotinni spennusögu á Snapchat-reikningi sínum, sem er þéttsetinn aðdáendum, þegar hún upplifði eitt vandræðalegasta augnablik í sögu Miss Universe-keppninnar skömmu áður en hún var lokuð inni á hóteli vegna möguleika á hryðjuverkaárás á Planet Hollywood í Las Vegas, þar sem hún var stödd. Sinnti Manuela hlutverki dómara í tískupallagöngu keppenda, og var því í salnum á sunnudagskvöldið. Ekki er ofsögum sagt að Vegas-ferðin hennar hafi verið skrautleg, en líkt og flestir hafa orðið varir við var röng fegurðardrottning krýnd, þegar grínistinn Steve Harvey tilkynnti fyrir fullum sal að ungfrú Kólumbía hefði hreppt hnossið, þegar ungfrú Filippseyjar hafði raunverulega verið valin.Ungfrú Kólumbia Ariadna Gutierrez og ungfrú Filipseyjar, Pia Alonzo Wurtzbach voru heldur vandræðalegar eftir ruglinginn. Manuela segir dauðaþögn legið yfir salnum. „Þetta var rosalegt, ég var sjálf í mjög góðu sæti, mitt á milli filippseyska fylgiliðsins og þess kólumbíska. Fólk greip bara um andlitið þegar Steve steig á sviðið aftur og sagðist hafa gert mistök. Það varð dauðaþögn og fólk var bara í sjokki,“ segir Manuela, sem segir Íslendinga líklega ekki átta sig á umfangi keppninnar, og þeirra mistaka sem áttu sér stað. „Fylgjendur filippseysku stelpunnar tóku þátttöku hennar mjög alvarlega, og í hvert einasta skipti sem hún kom á sviðið bilaðist hópurinn. Þarna voru fullorðnir karlar í sparifötum og með kórónur, þetta var ótrúleg upplifun.“ Manuela segir þó að ekki hafi komið til handalögmála þegar í ljós kom að röng stúlka bæri kórónuna. „Fólk var bara rosalega vonsvikið, ég meina, hversu flókið er að segja rétt nafn? Hvernig er hægt að klúðra þessu?“ spyr hún, og bætir við að sjálf hafi hún ákveðnar hugmyndir um að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið atriði, og fleiri séu á því máli.Steve Harvey er ekkert sérstaklega vinsæll um þessar mundir, og líklega óvinsælastur í Kólumbíu.mynd/getty „Það fóru strax sterkar sögusagnir á flug um það, og fólk sem þekkir þennan keppnisbransa eins og lófann á sér sagði að það hefði verið svolítið skrítið að ekki hefði verið klippt á útsendinguna eins og er alltaf gert þegar búið er að afhjúpa sigurvegarann. Núna voru myndavélarnar hins vegar enn á sviðinu, og allt í þögn. Ég veit að áhorf á keppnina hefur fallið, svo það ýtir enn frekar stoðum undir þessa samsæriskenningu,“ segir Manuela, og bætir við að ef satt reynist, sé það hryllilega illa gert gagnvart þeirri kólumbísku. „Stemningin varð líka svolítið eins og enginn hefði unnið, sú filippseyska gat eiginlega ekkert glaðst í þessum aðstæðum, hin grátandi og allt frekar skrítið.“ En ekki tók betra við eftir að keppni lauk, því þá fékk Manuela þær fréttir að talið væri að hugsanlega hefði verið gerð hryðjuverkaárás í móttöku hótelsins, þar sem hún var einmitt stödd.Manuela mætti í kjólnum sem Tyson gaf henni fyrir þrettán árum, snapchat vinum hennar til mikillar gleði. Sjálf sagðist hún hafa frétt af Tyson í salnum, án þess að hitta hann þó.mynd/aðsend„Þetta var mjög dramatískt, þetta er auðvitað rosalega stór keppni og ég fæ bara þær upplýsingar að möguleg hryðjuverkaárás hafi átt sér stað á Planet Hollywood, þar sem ég var. Ég var svolítið lengi að koma mér af stað út, svo ef ég hefði farið fyrr, hefði ég vel geta lent í þessu, þar sem fólk sem kom af keppninni var þarna á meðal,“ útskýrir hún og hneykslast á hve dramatískir Bandaríkjamenn geti verið, en hún var eins og áður segir lokuð inni á hótelinu þar til búið var að blása hryðjuverkaógnina af. „Ætli ég sé ekki dálítið góð í að koma mér í alls konar ævintýri,fólk getur svo bara stokkið á vagninn á Snapchat, manuelaosk,“ segir Manuela að lokum, og hlær, blessunarlega heil á húfi á leið sinni til Los Angeles þar sem hún ætlar sér að eyða jólunum með fjölskyldunni.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Manuela Ósk Harðardóttir fékk kjóllinn að gjöf frá hnefaleikakappanum fyrir rúmum þrettán árum. Kjóllinn passar enn og stefnir hún á að klæðast honum á Miss Universe-keppninni í Las Vegas. 10. desember 2015 09:00 Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Íslendingar eru ekki ókunnugir því þegar röng úrslit eru óvart tilkynnt en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár. 21. desember 2015 13:15 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Björn plokkar í stað Höllu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Manuela Ósk Harðardóttir fékk kjóllinn að gjöf frá hnefaleikakappanum fyrir rúmum þrettán árum. Kjóllinn passar enn og stefnir hún á að klæðast honum á Miss Universe-keppninni í Las Vegas. 10. desember 2015 09:00
Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Íslendingar eru ekki ókunnugir því þegar röng úrslit eru óvart tilkynnt en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár. 21. desember 2015 13:15