HEKLA afhendir þrjú þúsundasta bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 18:30 Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, Sæmundur Bæringsson, söluráðgjafi Skoda ásamt Þórði Björnssyni, Lísbet Alexandersdóttur og syni þeirra. í dag, Þorláksmessu, afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Skoda Octavia fæst með fjölbreyttum aflgjöfum og hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín. Helsti ávinningur af metanbílum er eldsneytisparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í Skoda Octavia G-Tec sameinast kostir metans og bensíns þar sem hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hann hefur einnig mikla drægni, eða allt að 1.300 km á áfyllingu og hentar því vel fyrir fólk á faraldsfæti. „Skoda G-tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks í vor enda frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Kostir Skoda G-Tec eru fjölmargir. Hann er hljóðlátur og öruggur í akstri og heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum. Skoda Octavia G-Tec er bíll sem hefur reynst viðskiptavinum okkar afar vel og það er mikil ánægja með hann. Metan er bæði umhverfis- og kostnaðarvænn eldsneytisgjafi og svo má líka leggja bílnum frítt í stæði,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent
í dag, Þorláksmessu, afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Skoda Octavia fæst með fjölbreyttum aflgjöfum og hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín. Helsti ávinningur af metanbílum er eldsneytisparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í Skoda Octavia G-Tec sameinast kostir metans og bensíns þar sem hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hann hefur einnig mikla drægni, eða allt að 1.300 km á áfyllingu og hentar því vel fyrir fólk á faraldsfæti. „Skoda G-tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks í vor enda frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Kostir Skoda G-Tec eru fjölmargir. Hann er hljóðlátur og öruggur í akstri og heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum. Skoda Octavia G-Tec er bíll sem hefur reynst viðskiptavinum okkar afar vel og það er mikil ánægja með hann. Metan er bæði umhverfis- og kostnaðarvænn eldsneytisgjafi og svo má líka leggja bílnum frítt í stæði,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent