Shades of Reykjavik á Litla Hrauni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. desember 2015 20:02 Í kvöld eru haldnir jólarapptónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fjöldi rappara treður upp, rappsveitin Shades of Reykjavík eru þeirra á meðal. Sveitin hefur farið víða síðustu vikur og eyddi aðfangadegi á Litla Hrauni og spiluðu þar fyrir fanga með Bubba Morthens. „Við fengum þann heiður að fara með Bubba og spila á aðfangadag, Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í því,“ segir Arnar Guðni. „Já og að fá að fara í fangelsi og losna út sama dag,“ skýtur Hermann inn í.Selja tónlist úr bílskotti Sveitin hefur nýverið gefið út plötu og selur hana með frekar óhefðbundnum hætti. „Við reynum að gera þetta svolítið persónulegt, við leyfum fólki að koma til okkar og kaupa plötuna upp úr skottinu á bílnum okkar sem við parkerum víðs vegar um bæinn. Við lokuðum götu á Þorláksmessu og vorum að selja upp úr skottinu og spila tónlistina okkar, það var mjög góð stemning.“ Þeirra á meðal annarra sem koma fram í Bæjarbíói er Marv Radio, breskur rappari sem hefur kennt rapp á Íslandi í desembermánuði. Rapptæknin er einföld að hans sögn en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér grunntæknina geta horft á leiðbeiningar hans í fréttinni. Marv mun dvelja lengur hér á landi við kennslu á beatbox námskeiði sem hefur verið haldið í Bæjarbíói. Hann er þrefaldur sigurvegari bresku beatboxkeppninnar UK Beatbox Championship og skyldi engan furða sem hlustar. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í kvöld eru haldnir jólarapptónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fjöldi rappara treður upp, rappsveitin Shades of Reykjavík eru þeirra á meðal. Sveitin hefur farið víða síðustu vikur og eyddi aðfangadegi á Litla Hrauni og spiluðu þar fyrir fanga með Bubba Morthens. „Við fengum þann heiður að fara með Bubba og spila á aðfangadag, Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í því,“ segir Arnar Guðni. „Já og að fá að fara í fangelsi og losna út sama dag,“ skýtur Hermann inn í.Selja tónlist úr bílskotti Sveitin hefur nýverið gefið út plötu og selur hana með frekar óhefðbundnum hætti. „Við reynum að gera þetta svolítið persónulegt, við leyfum fólki að koma til okkar og kaupa plötuna upp úr skottinu á bílnum okkar sem við parkerum víðs vegar um bæinn. Við lokuðum götu á Þorláksmessu og vorum að selja upp úr skottinu og spila tónlistina okkar, það var mjög góð stemning.“ Þeirra á meðal annarra sem koma fram í Bæjarbíói er Marv Radio, breskur rappari sem hefur kennt rapp á Íslandi í desembermánuði. Rapptæknin er einföld að hans sögn en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér grunntæknina geta horft á leiðbeiningar hans í fréttinni. Marv mun dvelja lengur hér á landi við kennslu á beatbox námskeiði sem hefur verið haldið í Bæjarbíói. Hann er þrefaldur sigurvegari bresku beatboxkeppninnar UK Beatbox Championship og skyldi engan furða sem hlustar.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira