Benz ásakar verkfræðing um stuld fyrir Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:35 Mercedes Benz Formúlu 1 bíll í keppni. Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent
Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent