Evrópskir og japanskir bílar öruggari en bandarískir Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 14:53 Öryggisprófun á vegum IIHS. IIHS Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS, sem staðsett er í Arlington í Virginaríki Bandaríkjanna stendur fyrir viðamiklum prófunum á öryggi bíla á ári hverju. Í ár gaf IIHS 48 bílum hæstu einkunn fyrir öryggi, en aðeins einn þeirra er bandarískur, Chrysler 200. Allir hinir eru framleiddir af evróskum eða japönskum bílaframleiðendum. Af þessum 48 bílgerðum eru 9 frá Toyota, 8 frá Honda, 7 frá Volkswagen/Audi og 6 frá Subaru, en allar bílgerðir Subaru hafa fengið hæstu einkunn IIHS (Insurance Institute for Highway Safety). Þetta vekur athygli þar sem IIHS er bandarísk stofnun, en að sjálfsögðu er hún fagleg stofnun og hyglir engum. Bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler framleiða mýmargar bílgerðir og það vekur nokkra athygli að aðeins ein þeirra skuli ná hæstu öryggiseinkunn og að Ford og GM eigi engan bíl á þeim lista. Hæsta einkunn IIHS er Top Safety Pick+ og sú næsta Top Safety Pick, en aðeins Ford F-150 pallbíllinn náði þeirri næstefstu af bílgerðum Ford, aðrir fengu verri einkunn. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent
Bandaríska umferðaröryggsistofnunin IIHS, sem staðsett er í Arlington í Virginaríki Bandaríkjanna stendur fyrir viðamiklum prófunum á öryggi bíla á ári hverju. Í ár gaf IIHS 48 bílum hæstu einkunn fyrir öryggi, en aðeins einn þeirra er bandarískur, Chrysler 200. Allir hinir eru framleiddir af evróskum eða japönskum bílaframleiðendum. Af þessum 48 bílgerðum eru 9 frá Toyota, 8 frá Honda, 7 frá Volkswagen/Audi og 6 frá Subaru, en allar bílgerðir Subaru hafa fengið hæstu einkunn IIHS (Insurance Institute for Highway Safety). Þetta vekur athygli þar sem IIHS er bandarísk stofnun, en að sjálfsögðu er hún fagleg stofnun og hyglir engum. Bandarísku bílaframleiðendurnir Ford, General Motors og Chrysler framleiða mýmargar bílgerðir og það vekur nokkra athygli að aðeins ein þeirra skuli ná hæstu öryggiseinkunn og að Ford og GM eigi engan bíl á þeim lista. Hæsta einkunn IIHS er Top Safety Pick+ og sú næsta Top Safety Pick, en aðeins Ford F-150 pallbíllinn náði þeirri næstefstu af bílgerðum Ford, aðrir fengu verri einkunn.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent