Jaguar í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 12:19 Jaguar ætlar eins og margur annar bílaframleiðandinn að smíða rafmagnsbíl. Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent
Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent