Renault Clio sneggstur b-flokks bíla á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 13:55 Renault Clio RS 220 Trophy. Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent
Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent