5 nýir Saab til 2018 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 10:10 Saab 9-3 Aero. National Electric Vevicle Sweden (NEVS), núverandi eigandi Saab, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 5 bílgerðir Saab bíla fram til ársins 2018. Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig stendur til að bjóða sportbíl, jeppa, jeppling og stallbak. Bílarnir verða smíðaðir í Tianjin í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng og verða rafmagnsbílar. Dongfeng hefur nú þegar unnið með bílaframleiðendunum Nissan, Renault, Honda, Kia og Peugeot og framleiddi það 3,8 milljónir bíla í fyrra og enn fleiri í ár, þó sú tala liggi ekki enn fyrir. Ekki er nú alveg víst hvort bílarnir munu bera merki Saab á húddinu þar sem NEVS hefur selt framleiðsluréttinn á Saab 9-3 til Scientific and Technological Research Council of Turkey (TUBITAK), en til stendur hjá þessari tyrknesku stofnun að gera Saab 9-3 að þjóðarbíl Tyrklands. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
National Electric Vevicle Sweden (NEVS), núverandi eigandi Saab, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 5 bílgerðir Saab bíla fram til ársins 2018. Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig stendur til að bjóða sportbíl, jeppa, jeppling og stallbak. Bílarnir verða smíðaðir í Tianjin í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng og verða rafmagnsbílar. Dongfeng hefur nú þegar unnið með bílaframleiðendunum Nissan, Renault, Honda, Kia og Peugeot og framleiddi það 3,8 milljónir bíla í fyrra og enn fleiri í ár, þó sú tala liggi ekki enn fyrir. Ekki er nú alveg víst hvort bílarnir munu bera merki Saab á húddinu þar sem NEVS hefur selt framleiðsluréttinn á Saab 9-3 til Scientific and Technological Research Council of Turkey (TUBITAK), en til stendur hjá þessari tyrknesku stofnun að gera Saab 9-3 að þjóðarbíl Tyrklands.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent