Hybrid Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 11:21 Ford F-150. Ford hefur staðfest að fyrirtækið vinnur nú að því að útbúa pallbílinn Ford F-150 með Hybrid tækni. Ekki verður þó hægt að stinga honum í samband við heimilisrafmagn heldur hlaða rafhlöður bílsins sig aðeins við hemlun. Hann verður því Hybrid bíll en ekki Plug-In-Hybrid bíll. Ekki stendur til að þessi útgáfa hans komi á markað fyrr en við lok þesa áratugar. Forsvarsmenn Ford hafa viðurkennt að Hybrid-bílar eigi ekki sérlega uppá pallborðið hjá bandarískum kaupendum nú um stundir vegna þess lága eldsneytisverðs sem þar er og þess viðbótakostnaðar sem Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni felur í sér til hækkunar verðs þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða vélbúnaður verður tengdur rafmótorum bílsins, en líklegt þykir að það sé 2,7 lítra EcoBoost V6 vélin, sem er sú eyðslugrennsta sem býðst nú í F-150. Ford er með þessum áformum sínum að hugsa til framtíðar og segir að jarðefnaeldsneyti sé ekki til af endalausu magni og með því að búa bíla sína með Hybrid tækni sé fyrirtækið einnig að hlýta sístrangari kröfum yfirvalda um minni eyðslu bíla, sem og kaupenda. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Ford hefur staðfest að fyrirtækið vinnur nú að því að útbúa pallbílinn Ford F-150 með Hybrid tækni. Ekki verður þó hægt að stinga honum í samband við heimilisrafmagn heldur hlaða rafhlöður bílsins sig aðeins við hemlun. Hann verður því Hybrid bíll en ekki Plug-In-Hybrid bíll. Ekki stendur til að þessi útgáfa hans komi á markað fyrr en við lok þesa áratugar. Forsvarsmenn Ford hafa viðurkennt að Hybrid-bílar eigi ekki sérlega uppá pallborðið hjá bandarískum kaupendum nú um stundir vegna þess lága eldsneytisverðs sem þar er og þess viðbótakostnaðar sem Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni felur í sér til hækkunar verðs þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða vélbúnaður verður tengdur rafmótorum bílsins, en líklegt þykir að það sé 2,7 lítra EcoBoost V6 vélin, sem er sú eyðslugrennsta sem býðst nú í F-150. Ford er með þessum áformum sínum að hugsa til framtíðar og segir að jarðefnaeldsneyti sé ekki til af endalausu magni og með því að búa bíla sína með Hybrid tækni sé fyrirtækið einnig að hlýta sístrangari kröfum yfirvalda um minni eyðslu bíla, sem og kaupenda.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent