Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2015 14:10 Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. Vísir/Getty Margir sækjast nú eftir að kaupa miða á tónleika Justin Bieber í gegnum sölusíðuna Bland.is. Fáir eru að selja en svo virðist sem að auglýsingum þar sem miðar eru boðnir til sölu sé eytt jafnharðan. Væntanlega eru margir örvæntingarfullir eftir miðum á stórtónleika Bieber í Kórnum á næsta ári. Forsala fór fram í gær og almenn sala hófst í morgun. Í bæði skiptin var eftirspurnin margföld á við framboðið og margir sem þurftu frá að hverfa. Alls voru um 19.000 miðar í boði á tónleikana.Sjá einnig: Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðinaMargir virðast vera reiðubúnir til þess að greiða hátt verð fyrir miðana. Til að mynda óskar einn eftir tveimur miðum í stæði á 75.000 krónur sem gera 37.500 krónur á miða. Í almennri miðasölu kostaði samsvarandi miði 15.990 krónur. Þegar þessi frétt var skrifuð voru tvær auglýsingar á Bland.is þar sem miðar á tónleikanna voru auglýstir til sölu. Í annarri var stakur miði í stæði boðinn til sölu á 32.000 krónur en í hinni voru tveir miðar í stæði til sölu og var óskað eftir tilboðum.Sjá einnig: Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með BieberÁkveðin áhætta er þó fólgin í því að kaupa miða á þennan hátt en líkt og Tix.is bendir á á Facebook-síðu sinni verða þeir miðar sem endurseldir verða með fjárhagslegum hagnaði gerðir ógildir.ATH. Það er undir engum kringustæðum leyfilegt að endurselja miða með fjárhagslegum hagnaði samkvæmt skilmálum Tix Miðas...Posted by tix.is on Saturday, 19 December 2015 Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Talið að Justin Bieber muni staldra við Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. 16. desember 2015 07:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Margir sækjast nú eftir að kaupa miða á tónleika Justin Bieber í gegnum sölusíðuna Bland.is. Fáir eru að selja en svo virðist sem að auglýsingum þar sem miðar eru boðnir til sölu sé eytt jafnharðan. Væntanlega eru margir örvæntingarfullir eftir miðum á stórtónleika Bieber í Kórnum á næsta ári. Forsala fór fram í gær og almenn sala hófst í morgun. Í bæði skiptin var eftirspurnin margföld á við framboðið og margir sem þurftu frá að hverfa. Alls voru um 19.000 miðar í boði á tónleikana.Sjá einnig: Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðinaMargir virðast vera reiðubúnir til þess að greiða hátt verð fyrir miðana. Til að mynda óskar einn eftir tveimur miðum í stæði á 75.000 krónur sem gera 37.500 krónur á miða. Í almennri miðasölu kostaði samsvarandi miði 15.990 krónur. Þegar þessi frétt var skrifuð voru tvær auglýsingar á Bland.is þar sem miðar á tónleikanna voru auglýstir til sölu. Í annarri var stakur miði í stæði boðinn til sölu á 32.000 krónur en í hinni voru tveir miðar í stæði til sölu og var óskað eftir tilboðum.Sjá einnig: Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með BieberÁkveðin áhætta er þó fólgin í því að kaupa miða á þennan hátt en líkt og Tix.is bendir á á Facebook-síðu sinni verða þeir miðar sem endurseldir verða með fjárhagslegum hagnaði gerðir ógildir.ATH. Það er undir engum kringustæðum leyfilegt að endurselja miða með fjárhagslegum hagnaði samkvæmt skilmálum Tix Miðas...Posted by tix.is on Saturday, 19 December 2015
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Talið að Justin Bieber muni staldra við Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. 16. desember 2015 07:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48
Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45
Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22
Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28
Talið að Justin Bieber muni staldra við Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. 16. desember 2015 07:30