Þýska löggan á Corvettu Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2015 16:11 Kátar löggur hjá nýju Corvettunni. Þýska lögreglan á nokkra breytta kraftabíla, meðal annars Brabus breyttan Mercedes Benz CLS bíl með V12 vél sem er 730 hestöfl. Hún er líka með AC Schnitzer breyttan BMW 123d og nú bættist einn góður í safnið. Það er Chevrolet Corvette bíll með 6,2 lítra V8 vél sem skilar 460 hestöflum. Corvettunni var breytt af Tikt Performance sem jók afl vélarinnar en smíðaði líka yfirbygginguna úr koltrefjum. Á bílnum eru vindkljúfar að framan og aftan, einnig úr koltrefjum og felgurnar eru 19 tommur að framan og 20 tommur að aftan og háhraðadekk utan um þær frá Hankook (Ventus S1 Evo) sem tryggja að bíllinn þoli mikinn hraða. Athyglivert er að bíllinn er beinskiptur með 7 gíra. Þeim er nokkur vorkunn sem reyna að stinga þennan bíl af á þýsku hraðbrautunum og aðeins í fárra færi að hafa betur í slíkri baráttu. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent
Þýska lögreglan á nokkra breytta kraftabíla, meðal annars Brabus breyttan Mercedes Benz CLS bíl með V12 vél sem er 730 hestöfl. Hún er líka með AC Schnitzer breyttan BMW 123d og nú bættist einn góður í safnið. Það er Chevrolet Corvette bíll með 6,2 lítra V8 vél sem skilar 460 hestöflum. Corvettunni var breytt af Tikt Performance sem jók afl vélarinnar en smíðaði líka yfirbygginguna úr koltrefjum. Á bílnum eru vindkljúfar að framan og aftan, einnig úr koltrefjum og felgurnar eru 19 tommur að framan og 20 tommur að aftan og háhraðadekk utan um þær frá Hankook (Ventus S1 Evo) sem tryggja að bíllinn þoli mikinn hraða. Athyglivert er að bíllinn er beinskiptur með 7 gíra. Þeim er nokkur vorkunn sem reyna að stinga þennan bíl af á þýsku hraðbrautunum og aðeins í fárra færi að hafa betur í slíkri baráttu.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent