Nýr Land Rover Defender árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 10:12 Land Rover Defender. Í næsta mánuði verða síðustu eintökin af núverandi gerð Land Rover Defender smíðuð. Land Rover er ekki tilbúið með arftaka hans og mun ekki hefja framleiðslu hans fyrr en árið 2018. Sá bíll mun eiga fátt sameiginlegt með núverandi gerð Defender, enda er hann orðinn æði úreltur bíll, enda er það einmitt ástæðan fyrir því að smíði hans verður hætt. Hann uppfyllir ekki þá staðla sem Evrópusambandið setur bílaframleiðendum hvað varðar mengun og því má segja að Land Rover hafi verið gert að hætta smíði hans. Nýr Land Rover á að verða staðsettur milli gerðanna Discovery og Range Rover hvað varðar íburð og verð. Engu að síður á bíllinn að verða grófgerður eins og forverinn. Land Rover áætlar að selja 100.000 eintök af nýjum Defender á ári og ætlar að smíða hann í 5 mismunandi útfærslum. Þrjár gerðir hans verða tveggja hurða og ein þeirra pallbíll. Ein gerð hans verður lengdur og með fjórar hurðir og ein gerðin pallbíll með fjórum hurðum. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Í næsta mánuði verða síðustu eintökin af núverandi gerð Land Rover Defender smíðuð. Land Rover er ekki tilbúið með arftaka hans og mun ekki hefja framleiðslu hans fyrr en árið 2018. Sá bíll mun eiga fátt sameiginlegt með núverandi gerð Defender, enda er hann orðinn æði úreltur bíll, enda er það einmitt ástæðan fyrir því að smíði hans verður hætt. Hann uppfyllir ekki þá staðla sem Evrópusambandið setur bílaframleiðendum hvað varðar mengun og því má segja að Land Rover hafi verið gert að hætta smíði hans. Nýr Land Rover á að verða staðsettur milli gerðanna Discovery og Range Rover hvað varðar íburð og verð. Engu að síður á bíllinn að verða grófgerður eins og forverinn. Land Rover áætlar að selja 100.000 eintök af nýjum Defender á ári og ætlar að smíða hann í 5 mismunandi útfærslum. Þrjár gerðir hans verða tveggja hurða og ein þeirra pallbíll. Ein gerð hans verður lengdur og með fjórar hurðir og ein gerðin pallbíll með fjórum hurðum.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent