Volvo S90 Coupe árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 14:36 Volvo S90 Coupe. worldcarfans Volvo er nýbúið að kynna S90 bíl sinn sem leysir af hólmi S80 bíl sinn. Eftir 5 ár ætlar Volvo að bjóða S90 bílinn í Coupe útfærslu. Áður en að honum kemur mun Volvo bjóða langbaksgerð bílsins og fær hann stafina V90. Verður sá bíll kynntur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann verður kominn á markað fyrir lok næsta árs. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að Volvo framleiði einnig blæjuútgáfu af S90 og fengi hann þá stafina C90. Allar gerðir bílsins verða einvörðungu með fjögurra strokka vélar, allt að 400 hestöflum með aðstoð rafmótora. Volvo ætlar eftir kynningu V90 bílsins að leggja áherslu á nýjar 40- og 60-gerðir bíla sinna og eiga þeir að koma á markað árið 2017. Volvo ætlar síðan að kynna hreinræktaðan rafmagnsbíl árið 2019. Það er því margt spennandi í kortunum hjá Volvo og sala bíla þeirra gengur einkar vel um þessar mundir. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent
Volvo er nýbúið að kynna S90 bíl sinn sem leysir af hólmi S80 bíl sinn. Eftir 5 ár ætlar Volvo að bjóða S90 bílinn í Coupe útfærslu. Áður en að honum kemur mun Volvo bjóða langbaksgerð bílsins og fær hann stafina V90. Verður sá bíll kynntur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann verður kominn á markað fyrir lok næsta árs. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að Volvo framleiði einnig blæjuútgáfu af S90 og fengi hann þá stafina C90. Allar gerðir bílsins verða einvörðungu með fjögurra strokka vélar, allt að 400 hestöflum með aðstoð rafmótora. Volvo ætlar eftir kynningu V90 bílsins að leggja áherslu á nýjar 40- og 60-gerðir bíla sinna og eiga þeir að koma á markað árið 2017. Volvo ætlar síðan að kynna hreinræktaðan rafmagnsbíl árið 2019. Það er því margt spennandi í kortunum hjá Volvo og sala bíla þeirra gengur einkar vel um þessar mundir.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent