Bretar vilja skipta út dísilbílum Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 15:56 Bílar sem brenna dísilolíu verða nú síóvinsælli vegna NOx mengunar þeirra. Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent