Rezvani Beast X er 2,5 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 09:29 Rezvani Beast X. Rezvani Motors í Kaliforníu kynnti í júní í fyrra Rezvani Beast sportbíl sinn sem skartaði 500 hestöflum og vó aðeins 750 kíló. Hann komst á 100 km hraða á aðeins 2,7 sekúndum. Nú hefur Rezvani framleitt Rezvani Beast X sem er 700 hestöfl og er aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Sá bíll er aðeins þyngri, eða 840 kíló, enda búið að bæta meðal annars í hann tveimur stórum forþjöppum frá Borg Warner. Bíllinn er afturhjóladrifinn, með engar hurðir og ekkert þak. Rezvani þurfti að auka niðurþrýsting X-bílsins svo öll hestöflin skiluðu sér í malbikið og til þess að hann yrði ekki eins hættulegur með allt sitt afl. Vélin í bílnum er með 2,4 lítra sprengirými, svo afl á hvern líter sprengirýmis er 292 hestöfl og vart dæmi um annað eins. Til stendur hjá Rezvani að smíða aðeins 5 eintök af Rezvani Beast X og mun hver bíll kosta 325.000 dollara, eða 43 milljónir króna. Það er um helmingi hærra verð en 500 hestafla Rezvani Beast kostar. Chris Brown keypti eintak af Razvani Beast í fyrra og notaði bílinn í upptökum tónlistarmyndbands við lagið „Liquor“. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent
Rezvani Motors í Kaliforníu kynnti í júní í fyrra Rezvani Beast sportbíl sinn sem skartaði 500 hestöflum og vó aðeins 750 kíló. Hann komst á 100 km hraða á aðeins 2,7 sekúndum. Nú hefur Rezvani framleitt Rezvani Beast X sem er 700 hestöfl og er aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Sá bíll er aðeins þyngri, eða 840 kíló, enda búið að bæta meðal annars í hann tveimur stórum forþjöppum frá Borg Warner. Bíllinn er afturhjóladrifinn, með engar hurðir og ekkert þak. Rezvani þurfti að auka niðurþrýsting X-bílsins svo öll hestöflin skiluðu sér í malbikið og til þess að hann yrði ekki eins hættulegur með allt sitt afl. Vélin í bílnum er með 2,4 lítra sprengirými, svo afl á hvern líter sprengirýmis er 292 hestöfl og vart dæmi um annað eins. Til stendur hjá Rezvani að smíða aðeins 5 eintök af Rezvani Beast X og mun hver bíll kosta 325.000 dollara, eða 43 milljónir króna. Það er um helmingi hærra verð en 500 hestafla Rezvani Beast kostar. Chris Brown keypti eintak af Razvani Beast í fyrra og notaði bílinn í upptökum tónlistarmyndbands við lagið „Liquor“.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent