„Ótrúlegt“ að aðalmaðurinn sleppi við ákæru í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 13:09 Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, og starfsmenn embættisins í dómsal. vísir/anton brink Bæði verjandi Jóhannesar Baldurssonar, Reimar Pétursson, og verjandi Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, Björgvin Þorsteinsson, gerðu það að umtalsefni hversu ótrúlegt það væri að aðalmaður í meintu umboðssvikabroti skjólstæðinga þeirra skuli ekki sæta ákæru í Stím-málinu. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupa GLB FX, fagfjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða, á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Eigandi bréfsins var Saga Capital og er Þorvaldur Lúðvík, sem var forstjóri Sögu, ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti Jóhannesar. Vísað í Al Thani-dóminn Vilja verjendurnir meina að aðalmaður í brotinu sé lykilvitni sérstaks saksóknara, Magnús Pálmi Örnólfsson, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi sem var yfirmaður hans hjá Glitni. Magnús Pálmi skrifaði undir samninginn vegna kaupa á skuldabréfinu þar sem hann var sjóðsstjóri GLB FX. Reimar og Björgvin lögðu báðir áherslu á það í sínum málflutningi að Jóhannes hafi ekki haft formlegt vald til að taka ákvörðun varðandi GLB FX. Vísaði Reimar meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu þar sem fjallað er um það skilyrði umboðssvika að ef til álita komi að sakfella mann sem aðalmann í broti þá verði hann að hafa formlegt vald til ákvörðunar.Einsýnt að sýkna beri Þorvald þar sem ósannað sé að Jóhannes hafi brotið af sér „Minn skjólstæðingur hafði ekkert formlegt vald til þessarar ákvörðunar og þess vegna getur ekki komið til álita að dæma hann fyrir annað en hlutdeild,“ sagði Reimar en áréttaði jafnframt að í raun kæmi það ekki heldur til álita þar sem ekki væri hægt að dæma mann sekan í máli þar sem hann nyti friðhelgi. Vísaði verjandinn í dóm Mannréttindadómstól Evrópu máli sínu til stuðnings Björgvin tók undir málflutning Reimars. Sagði hann ekkert væri um það í ákæru hvers konar umboð Jóhannes hafði til að kaupa skuldabréfið af Sögu Capital. Þá vantaði öll tengsl milli Jóhannesar og GLB FX svo hann hafi getað gerst sekur um umboðssvik. Því væri einsýnt að það ætti að sýkna Þorvald Lúðvík af hlutdeild í meintum brotum Jóhannesar þar sem engin sök hafi verið sönnuð á Jóhannes. Aðalmeðferð málsins lauk í dag og ætti dómur því að verða kveðinn upp innan fjögurra vikna. Stím málið Tengdar fréttir Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Bæði verjandi Jóhannesar Baldurssonar, Reimar Pétursson, og verjandi Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, Björgvin Þorsteinsson, gerðu það að umtalsefni hversu ótrúlegt það væri að aðalmaður í meintu umboðssvikabroti skjólstæðinga þeirra skuli ekki sæta ákæru í Stím-málinu. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupa GLB FX, fagfjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða, á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Eigandi bréfsins var Saga Capital og er Þorvaldur Lúðvík, sem var forstjóri Sögu, ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti Jóhannesar. Vísað í Al Thani-dóminn Vilja verjendurnir meina að aðalmaður í brotinu sé lykilvitni sérstaks saksóknara, Magnús Pálmi Örnólfsson, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi sem var yfirmaður hans hjá Glitni. Magnús Pálmi skrifaði undir samninginn vegna kaupa á skuldabréfinu þar sem hann var sjóðsstjóri GLB FX. Reimar og Björgvin lögðu báðir áherslu á það í sínum málflutningi að Jóhannes hafi ekki haft formlegt vald til að taka ákvörðun varðandi GLB FX. Vísaði Reimar meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu þar sem fjallað er um það skilyrði umboðssvika að ef til álita komi að sakfella mann sem aðalmann í broti þá verði hann að hafa formlegt vald til ákvörðunar.Einsýnt að sýkna beri Þorvald þar sem ósannað sé að Jóhannes hafi brotið af sér „Minn skjólstæðingur hafði ekkert formlegt vald til þessarar ákvörðunar og þess vegna getur ekki komið til álita að dæma hann fyrir annað en hlutdeild,“ sagði Reimar en áréttaði jafnframt að í raun kæmi það ekki heldur til álita þar sem ekki væri hægt að dæma mann sekan í máli þar sem hann nyti friðhelgi. Vísaði verjandinn í dóm Mannréttindadómstól Evrópu máli sínu til stuðnings Björgvin tók undir málflutning Reimars. Sagði hann ekkert væri um það í ákæru hvers konar umboð Jóhannes hafði til að kaupa skuldabréfið af Sögu Capital. Þá vantaði öll tengsl milli Jóhannesar og GLB FX svo hann hafi getað gerst sekur um umboðssvik. Því væri einsýnt að það ætti að sýkna Þorvald Lúðvík af hlutdeild í meintum brotum Jóhannesar þar sem engin sök hafi verið sönnuð á Jóhannes. Aðalmeðferð málsins lauk í dag og ætti dómur því að verða kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Stím málið Tengdar fréttir Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01
Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30
Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16