Svarthvítt Ríkisútvarp Stjórnarmaðurinn skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Ef taka ætti mark á þeim sem hæst hafa í umræðunni um Ríkisútvarpið mætti halda að Ísland væri eina landið í heiminum þar sem styr stendur um starfsemi ríkisfjölmiðla. Þannig hafa margir beitt fyrir sig rökum á þá leið að til dæmis BBC í Bretlandi eða DR í Danmörku séu standandi dæmi um mikilvægi og tilverurétt almannafjölmiðla. Röksemdir sem þessar eru hins vegar mikil einföldun. Í fyrsta lagi bera þær þess vott að fólk geti einungis verið með eða á móti Ríkisútvarpinu. Annaðhvort verði RÚV lagt niður eða það starfi áfram í nokkurn veginn óbreyttri mynd. Skoðanir flestra falla væntanlega á milli. Stjórnarmaðurinn telur til dæmis að ríkisfjölmiðlar eigi rétt á sér, þeir eigi hins vegar að forðast samkeppni við einkaaðila. Þannig á Ríkisútvarpið ekki að bjóða þjónustu sem er nú þegar í boði annars staðar, það á ekki að keppa við einkaaðila um efniskaup og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Í öðru lagi þá vill oft brenna við að þegar gripið er í samanburð við erlenda ríkisfjölmiðla þá séu slíkir fjölmiðlar sveipaðir einhvers konar dýrðarljóma. Vitanlega er það ekki svo. Fyrir hvern þátt af David Attenborough á BBC, er fjöldi útsendinga af hæfileikakeppnum ýmiss konar, sem þó er ekki þverfótað fyrir á einkastöðvunum. BBC er líka illa rekin stofnun á flesta mælikvarða. Svo mjög að stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 140 milljarða króna á næstu sjö árum. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt. M.a. stendur til að skera stórlega niður framboð á íþróttaefni enda ofgnótt af slíku í boði hjá einkaaðilunum. Þannig hefur BBC nú þegar gefið eftir réttinn á opna breska meistaramótinu í golfi og til stendur að gera slíkt hið sama varðandi Formúlu 1 kappaksturinn. Samanburður leiðir líka í ljós mikla sóun. Á BBC eru t.d. 129 fjölmiðlafulltrúar á meðan hjá ITV starfa 35. ITV selur þó eigið efni um allan heim. Launakostnaður hjá félaginu er sömuleiðis gríðarlegur og jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Ljóst er að taka þarf til á ýmsum vígstöðvum eigi sparnaðaráform að standast. BBC er því ekki gallalaust frekar en önnur fyrirtæki. Engum dettur hins vegar í hug að þeir sem berjast fyrir umbótum í rekstri stofnunarinnar séu allir sérstakir óvinir almannaútvarps.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Ef taka ætti mark á þeim sem hæst hafa í umræðunni um Ríkisútvarpið mætti halda að Ísland væri eina landið í heiminum þar sem styr stendur um starfsemi ríkisfjölmiðla. Þannig hafa margir beitt fyrir sig rökum á þá leið að til dæmis BBC í Bretlandi eða DR í Danmörku séu standandi dæmi um mikilvægi og tilverurétt almannafjölmiðla. Röksemdir sem þessar eru hins vegar mikil einföldun. Í fyrsta lagi bera þær þess vott að fólk geti einungis verið með eða á móti Ríkisútvarpinu. Annaðhvort verði RÚV lagt niður eða það starfi áfram í nokkurn veginn óbreyttri mynd. Skoðanir flestra falla væntanlega á milli. Stjórnarmaðurinn telur til dæmis að ríkisfjölmiðlar eigi rétt á sér, þeir eigi hins vegar að forðast samkeppni við einkaaðila. Þannig á Ríkisútvarpið ekki að bjóða þjónustu sem er nú þegar í boði annars staðar, það á ekki að keppa við einkaaðila um efniskaup og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Í öðru lagi þá vill oft brenna við að þegar gripið er í samanburð við erlenda ríkisfjölmiðla þá séu slíkir fjölmiðlar sveipaðir einhvers konar dýrðarljóma. Vitanlega er það ekki svo. Fyrir hvern þátt af David Attenborough á BBC, er fjöldi útsendinga af hæfileikakeppnum ýmiss konar, sem þó er ekki þverfótað fyrir á einkastöðvunum. BBC er líka illa rekin stofnun á flesta mælikvarða. Svo mjög að stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 140 milljarða króna á næstu sjö árum. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt. M.a. stendur til að skera stórlega niður framboð á íþróttaefni enda ofgnótt af slíku í boði hjá einkaaðilunum. Þannig hefur BBC nú þegar gefið eftir réttinn á opna breska meistaramótinu í golfi og til stendur að gera slíkt hið sama varðandi Formúlu 1 kappaksturinn. Samanburður leiðir líka í ljós mikla sóun. Á BBC eru t.d. 129 fjölmiðlafulltrúar á meðan hjá ITV starfa 35. ITV selur þó eigið efni um allan heim. Launakostnaður hjá félaginu er sömuleiðis gríðarlegur og jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Ljóst er að taka þarf til á ýmsum vígstöðvum eigi sparnaðaráform að standast. BBC er því ekki gallalaust frekar en önnur fyrirtæki. Engum dettur hins vegar í hug að þeir sem berjast fyrir umbótum í rekstri stofnunarinnar séu allir sérstakir óvinir almannaútvarps.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira