Gregg Ryder þjálfar Þrótt til ársins 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 13:06 Gregg Ryder fagnar með Þróttarliðinu síðasta sumar. Vísir/Ernir Gregg Ryder mun stýra Þrótturum í Pepsi-deildinni næsta sumar en hann var að framlengja samning sinn við Þróttara til 2017. Gregg Ryder er 27 ára gamall og kom fyrst til landsins sem aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV. Ryder hafði áður starfað hjá Newcastle United. „Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um hversu mikilvægur Gregg er Þrótti, en við gerum það samt. Hann tók við Þrótti fyrir tímabilið 2014, ungur metnaðarfullur þjálfari sem þurfti tækifæri. Hann fékk traustið hér í Laugardalnum og hann hefur ekki litið til baka. Hans áferð komst fljótt á liðið, liðið átti gott sumar 2014 ennþá betra 2015 og við Þróttarar erum fullir tilhlökkunar fyrir komandi sumar í deild hinna bestu," segir í fréttatilkynningu frá Þrótturum. Ryder tók við liði Þróttar eftir 2013-tímabilið þar sem liðið var einu sæti frá falli úr deildinni. Liðið endaði í 3. sæti á fyrsta árinu hans og komst síðan upp í Pepsi-deildina í sumar. "Gregg hefur sannfært félagið og mig á mínum stutta tíma hjá Þrótti að hann er mjög efnilegur þjálfari. Hann vinnur hörðum höndum að því að gera Þrótt að betra og sterkara félagi í víðu samhengi. Hann vinnur núna hörðum höndum að því að samstilla leikstíl, aðferðir og vinnulag allra þjálfara í félaginu," segir Per Rud, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti, um nýja samninginn í fréttatilkynningu frá Þrótturum. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við Þrótt og að fá að vera með þessum frábæru leikmönnum í tvö ár í viðbót. Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og að sjá félagið fara í Pepsi-deildina á næsta ári," sagði Gregg Ryder í viðtalinu í fréttatilkynningunni. „Metnaður þess félags sem ég vinn fyrir skiptir mestu máli fyrir mig persónulega og ég hef fengið frábær skilaboð um hann með þeim starfsmönnum og leikmönnum sem eru komnir til félagsins. Félagið mun síðan halda áfram að styrkja sig til að ná því að verða gott Pepsi-deildar lið á næsta ári. Það eru spennandi tímar framundan hjá Þrótti," sagði Ryder ennfremur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Gregg Ryder mun stýra Þrótturum í Pepsi-deildinni næsta sumar en hann var að framlengja samning sinn við Þróttara til 2017. Gregg Ryder er 27 ára gamall og kom fyrst til landsins sem aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV. Ryder hafði áður starfað hjá Newcastle United. „Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um hversu mikilvægur Gregg er Þrótti, en við gerum það samt. Hann tók við Þrótti fyrir tímabilið 2014, ungur metnaðarfullur þjálfari sem þurfti tækifæri. Hann fékk traustið hér í Laugardalnum og hann hefur ekki litið til baka. Hans áferð komst fljótt á liðið, liðið átti gott sumar 2014 ennþá betra 2015 og við Þróttarar erum fullir tilhlökkunar fyrir komandi sumar í deild hinna bestu," segir í fréttatilkynningu frá Þrótturum. Ryder tók við liði Þróttar eftir 2013-tímabilið þar sem liðið var einu sæti frá falli úr deildinni. Liðið endaði í 3. sæti á fyrsta árinu hans og komst síðan upp í Pepsi-deildina í sumar. "Gregg hefur sannfært félagið og mig á mínum stutta tíma hjá Þrótti að hann er mjög efnilegur þjálfari. Hann vinnur hörðum höndum að því að gera Þrótt að betra og sterkara félagi í víðu samhengi. Hann vinnur núna hörðum höndum að því að samstilla leikstíl, aðferðir og vinnulag allra þjálfara í félaginu," segir Per Rud, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti, um nýja samninginn í fréttatilkynningu frá Þrótturum. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við Þrótt og að fá að vera með þessum frábæru leikmönnum í tvö ár í viðbót. Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og að sjá félagið fara í Pepsi-deildina á næsta ári," sagði Gregg Ryder í viðtalinu í fréttatilkynningunni. „Metnaður þess félags sem ég vinn fyrir skiptir mestu máli fyrir mig persónulega og ég hef fengið frábær skilaboð um hann með þeim starfsmönnum og leikmönnum sem eru komnir til félagsins. Félagið mun síðan halda áfram að styrkja sig til að ná því að verða gott Pepsi-deildar lið á næsta ári. Það eru spennandi tímar framundan hjá Þrótti," sagði Ryder ennfremur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira