Gary Martin: Við Bjarni tókum á þessu eins og karlmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2015 19:00 Gary Martin ætlar að mæta öflugir til leiks í Pepsi-deildina næsta sumar og hefur ákveðið að spila áfram með KR eftir að hafa sest niður með Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR. „Það er erfitt að byrja aftur og ég get varla labbað núna," sagði Gary Martin í samtali við Hörð Magnússon á íþróttadeild 365 en Martin var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Við vorum með þrjár æfingar á síðasta sólarhring og vorum með því boðnir velkomnir í veruleikann eftir fríið. Þetta er bara hluti af því vera fótboltamaður og maður þarf bara að halda áfram," sagði Gary.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin virtist vera á förum frá KR síðasta haust en á dögunum varð það ljóst að hann mun spila áfram með Vesturbæjarliðnu í Pepsi-deildinni á komandi sumri. Hvað breyttist? „Við Bjarni settumst niður eftir tímabilið og ég sagði honum minn hug. Hann var eiginlega sammála því sem ég sagði og við komumst síðan að samkomulagi um það að við ættum báðir sökina," sagði Gary.KR er besti staðurinn fyrir mig „Ég sjálfur brást ekki nógu vel við í þessari aðstöðu en við ætlum komast í gegnum þetta. Við Bjarni tókum á þessu máli eins og karlmenn og fundum lausina. Núna ætlum við bara að einbeita okkur að næsta tímabili. Núna þegar allt er komið á hreint þá er KR besti staðurinn fyrir mig að vera," sagði Gary en er þetta mál þá úr sögunni? „Ég var mjög ósáttur síðasta sumar en Bjarni fór yfir sína hlið á málinu. Ég fékk tíma til að hugsa vel um það sem hann hafi fram að færa og ég sá það að hann hafði rétt fyrir sér. Ég verð bara að sætta mig við þetta og halda áfram," sagði Gary.Sjá einnig:Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar „Ég sé samt ekki eftir neinu. Ég var á leiðinni frá KR á vissum tímapunkti og var sannfærður um að ekkert annað kæmi til greina. Um leið og ég róaði mig niður og horfði á málið frá öllum sjónarhornum þá áttaði ég mig á því að kannski brást ég aðeins of harkalega við. Mér fannst samt þetta ekki vera ósanngjarnar kröfur sem ég hafði eftir tímabilin mín á undan og þá titla sem við höfðum unnið," sagði Gary. „Núna þurfum við bara að einbeita okkur að næsta tímabili. Síðasta tímabil var ekki gott hjá okkur og við náðum ekki í neinn titil. Mitt markmið er að spila vel á komandi tímabili og að vinna titil með KR," sagði Gary.Sjá einnig:Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Sér Gary Martin sig fara frá Íslandi og reyna fyrir sig í öðrum löndum? „Ég hef alltaf áhuga á því að reyna fyrir mér í sterkari deild en þetta snýst líka um að hafa ánægju af lífinu. Ég er ánægður hér á Íslandi og nýt mín hér," sagði Gary. „Bæði KR og FH myndu sóma sér vel í norsku deildinni. Ég er því að spila fyrir gott lið. Það þarf að vera gott tilboð svo að ég rífi mig og kærustuna upp og fari út. Ef að tilboðið kemur ekki frá einu af bestu liðunum í Noregi þá tel ég að það sé betra að vera í KR eða FH," sagði Gary.Leiðtogararnir sem okkur vantaði í fyrra KR-ingar hafa bætt við sterkum leikmönnum eins og Michael Præst og Indriða Sigurðssyni og Gary er ánægður með að fá þá í KR. „Toppliðin á Íslandi bæta alltaf við sig leikmönnum. FH er líka búið að bæta við sig leikmönnum. Við vorum með sterkt lið í fyrra og bættum aftur við mönnum fyrir næsta tímabil. Það er gott fyrir liðið að fá sterka menn inn,“ sagði Gary. „Indriði og Michael Præst eru báðir leiðtogar og voru fyrirliðar hjá sínum liðum. Kannski vantaði okkur leiðtoga á síðasta tímabili þegar hlutirnir voru ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Gary. Það er hægt að sjá allt viðtal Harðar Magnússonar við Gary Martin hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. 9. október 2015 15:23 Gary Martin verður áfram í KR Eftir fund framherjans Gary Martin og þjálfara KR, Bjarna Guðjónssonar, er ljóst að Martin verður áfram í Vesturbænum. 10. nóvember 2015 15:23 Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54 Bjarni: Las ekki viðtölin við Gary Bjarni Guðjónsson reiknar ekki með öðru en að Gary Martin verði áfram í KR. 6. október 2015 09:45 Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Gary Martin ætlar að mæta öflugir til leiks í Pepsi-deildina næsta sumar og hefur ákveðið að spila áfram með KR eftir að hafa sest niður með Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR. „Það er erfitt að byrja aftur og ég get varla labbað núna," sagði Gary Martin í samtali við Hörð Magnússon á íþróttadeild 365 en Martin var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Við vorum með þrjár æfingar á síðasta sólarhring og vorum með því boðnir velkomnir í veruleikann eftir fríið. Þetta er bara hluti af því vera fótboltamaður og maður þarf bara að halda áfram," sagði Gary.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin virtist vera á förum frá KR síðasta haust en á dögunum varð það ljóst að hann mun spila áfram með Vesturbæjarliðnu í Pepsi-deildinni á komandi sumri. Hvað breyttist? „Við Bjarni settumst niður eftir tímabilið og ég sagði honum minn hug. Hann var eiginlega sammála því sem ég sagði og við komumst síðan að samkomulagi um það að við ættum báðir sökina," sagði Gary.KR er besti staðurinn fyrir mig „Ég sjálfur brást ekki nógu vel við í þessari aðstöðu en við ætlum komast í gegnum þetta. Við Bjarni tókum á þessu máli eins og karlmenn og fundum lausina. Núna ætlum við bara að einbeita okkur að næsta tímabili. Núna þegar allt er komið á hreint þá er KR besti staðurinn fyrir mig að vera," sagði Gary en er þetta mál þá úr sögunni? „Ég var mjög ósáttur síðasta sumar en Bjarni fór yfir sína hlið á málinu. Ég fékk tíma til að hugsa vel um það sem hann hafi fram að færa og ég sá það að hann hafði rétt fyrir sér. Ég verð bara að sætta mig við þetta og halda áfram," sagði Gary.Sjá einnig:Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar „Ég sé samt ekki eftir neinu. Ég var á leiðinni frá KR á vissum tímapunkti og var sannfærður um að ekkert annað kæmi til greina. Um leið og ég róaði mig niður og horfði á málið frá öllum sjónarhornum þá áttaði ég mig á því að kannski brást ég aðeins of harkalega við. Mér fannst samt þetta ekki vera ósanngjarnar kröfur sem ég hafði eftir tímabilin mín á undan og þá titla sem við höfðum unnið," sagði Gary. „Núna þurfum við bara að einbeita okkur að næsta tímabili. Síðasta tímabil var ekki gott hjá okkur og við náðum ekki í neinn titil. Mitt markmið er að spila vel á komandi tímabili og að vinna titil með KR," sagði Gary.Sjá einnig:Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Sér Gary Martin sig fara frá Íslandi og reyna fyrir sig í öðrum löndum? „Ég hef alltaf áhuga á því að reyna fyrir mér í sterkari deild en þetta snýst líka um að hafa ánægju af lífinu. Ég er ánægður hér á Íslandi og nýt mín hér," sagði Gary. „Bæði KR og FH myndu sóma sér vel í norsku deildinni. Ég er því að spila fyrir gott lið. Það þarf að vera gott tilboð svo að ég rífi mig og kærustuna upp og fari út. Ef að tilboðið kemur ekki frá einu af bestu liðunum í Noregi þá tel ég að það sé betra að vera í KR eða FH," sagði Gary.Leiðtogararnir sem okkur vantaði í fyrra KR-ingar hafa bætt við sterkum leikmönnum eins og Michael Præst og Indriða Sigurðssyni og Gary er ánægður með að fá þá í KR. „Toppliðin á Íslandi bæta alltaf við sig leikmönnum. FH er líka búið að bæta við sig leikmönnum. Við vorum með sterkt lið í fyrra og bættum aftur við mönnum fyrir næsta tímabil. Það er gott fyrir liðið að fá sterka menn inn,“ sagði Gary. „Indriði og Michael Præst eru báðir leiðtogar og voru fyrirliðar hjá sínum liðum. Kannski vantaði okkur leiðtoga á síðasta tímabili þegar hlutirnir voru ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Gary. Það er hægt að sjá allt viðtal Harðar Magnússonar við Gary Martin hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. 9. október 2015 15:23 Gary Martin verður áfram í KR Eftir fund framherjans Gary Martin og þjálfara KR, Bjarna Guðjónssonar, er ljóst að Martin verður áfram í Vesturbænum. 10. nóvember 2015 15:23 Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54 Bjarni: Las ekki viðtölin við Gary Bjarni Guðjónsson reiknar ekki með öðru en að Gary Martin verði áfram í KR. 6. október 2015 09:45 Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. 9. október 2015 15:23
Gary Martin verður áfram í KR Eftir fund framherjans Gary Martin og þjálfara KR, Bjarna Guðjónssonar, er ljóst að Martin verður áfram í Vesturbænum. 10. nóvember 2015 15:23
Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54
Bjarni: Las ekki viðtölin við Gary Bjarni Guðjónsson reiknar ekki með öðru en að Gary Martin verði áfram í KR. 6. október 2015 09:45
Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33