Eyjólfur Héðinsson í Stjörnuna Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2015 12:08 Eyjólfur spilar með Stjörnunni næsta sumar. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er búinn að semja við Stjörnuna og leikur með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni, en þessi þrítugi miðjumaður skrifaði undir tveggja ára samning við Garðabæjarfélagið. Eyjólfur er nýkominn til baka eftir langvarandi meiðsli, en hann spilaði á dögunum sinn fyrsta leik í rúmt eitt hálft ár fyrir Midtjylland. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í úrvalsdeildinni og fór til GAIS í Svíþjóð 2006. Þaðan gekk hann í raðir SönderjyskE í Danmörku áður en núverandi Danmerkurmeistarar Midtjylland sömdu við Breiðhyltinginn fyrir þremur árum.Í viðtali við Vísi í byrjun mánaðarins sagði Eyjólfur að hann væri að öllum líkindum á heimleið og væri byrjaður að leita sér að liði. „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur er annar leikmaðurinn sem Garðbæingar fá til sín á síðustu dögum, en liðið samdi við Baldur Sigurðson á föstudaginn, fyrrverandi fyrirliða KR. Hann, eins og Eyjólfur, kemur til móts við Stjörnuna um áramótin þegar vetrarfrí skellur á í dönsku úrvalsdeildinni. Stjarnan er búin að missa sterka leikmenn í Gunnari Nielsen, Pablo Punyed og Michael Præst en hefur fengið á móti Eyjólf, Baldur, Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00 Gremjan kemur líklega bara fram seinna Eyjólfur Héðinsson er líklega á heimleið frá Midtjylland í Danmörku eftir hálft þriðja ár hjá dönsku meisturunum. Breiðhyltingurinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en telur sig eiga mikið eftir. 6. nóvember 2015 06:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er búinn að semja við Stjörnuna og leikur með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni, en þessi þrítugi miðjumaður skrifaði undir tveggja ára samning við Garðabæjarfélagið. Eyjólfur er nýkominn til baka eftir langvarandi meiðsli, en hann spilaði á dögunum sinn fyrsta leik í rúmt eitt hálft ár fyrir Midtjylland. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í úrvalsdeildinni og fór til GAIS í Svíþjóð 2006. Þaðan gekk hann í raðir SönderjyskE í Danmörku áður en núverandi Danmerkurmeistarar Midtjylland sömdu við Breiðhyltinginn fyrir þremur árum.Í viðtali við Vísi í byrjun mánaðarins sagði Eyjólfur að hann væri að öllum líkindum á heimleið og væri byrjaður að leita sér að liði. „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur er annar leikmaðurinn sem Garðbæingar fá til sín á síðustu dögum, en liðið samdi við Baldur Sigurðson á föstudaginn, fyrrverandi fyrirliða KR. Hann, eins og Eyjólfur, kemur til móts við Stjörnuna um áramótin þegar vetrarfrí skellur á í dönsku úrvalsdeildinni. Stjarnan er búin að missa sterka leikmenn í Gunnari Nielsen, Pablo Punyed og Michael Præst en hefur fengið á móti Eyjólf, Baldur, Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00 Gremjan kemur líklega bara fram seinna Eyjólfur Héðinsson er líklega á heimleið frá Midtjylland í Danmörku eftir hálft þriðja ár hjá dönsku meisturunum. Breiðhyltingurinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en telur sig eiga mikið eftir. 6. nóvember 2015 06:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Lítur ekki á sig sem danskan meistara Midtjylland, lið Eyjólfs Héðinssonar, var danskur meistari á síðasta tímabili en íslenski miðjumaðurinn fékk ekki að taka þátt í því að vinna titilinn. 6. nóvember 2015 07:00
Gremjan kemur líklega bara fram seinna Eyjólfur Héðinsson er líklega á heimleið frá Midtjylland í Danmörku eftir hálft þriðja ár hjá dönsku meisturunum. Breiðhyltingurinn hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en telur sig eiga mikið eftir. 6. nóvember 2015 06:30