Fíllinn í stofunni Frosti Logason skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Undanfarin vika hefur verið mannkyninu erfið. Fréttir af sjálfsmorðsárásum dynja á okkur úr öllum heimshornum. Margir setja upp franskan fána til þess að sýna samstöðu en aðrir eru brjálaðir yfir því að ekki sé boðið upp á líbanskan eða nígerískan fána. Hræsni er stóra vandamálið okkar. En af hverju, hvernig og hvers vegna geta svona hræðilegir atburðir gerst í upplýstum samfélögum nútímans? Samfélögum sem hafa komið sér saman um það fyrir margt löngu að deilumál og ágreiningur skuli leyst án blóðsúthellinga, fyrir dómi eða með öðrum siðuðum sáttaleiðum. Bent hefur verið á að auðvitað hafi þetta ekkert með trú að gera. Margir eru trúaðir en bara lítill hluti þeirra er vondur. Langflestir þeirra eru jafnvel rosalega góðir. Þetta getur ekki verið trúin. Er ekki líklegra að þetta orsakist af atvinnuleysi, útskúfun og slæmri félagslegri stöðu? Reyndar segja hryðjuverkamennirnir að þetta sé gert í nafni guðs. Spámaður þeirra hafi móðgast og það þurfi að refsa trúvillingum. En hvað vita þeir? Þeir eru bara orðnir vankaðir af slæmri meðferð Vesturveldanna og vita ekkert hvað þeir eru að segja. Auðvitað er þetta okkur að kenna en ekki trúnni. Við megum alls ekki kenna trúnni um þetta. Því þá gætum við kannski þurft að endurskoða okkar eigin trú. Við komumst ekki langt í umræðunni með því að segja að Múhameð hafi verið rugludallur en Jesús hafi í alvörunni gengið á vatni. Þannig að við skulum bara hunsa fílinn í stofunni. Það má ekki stugga við honum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefði jafnvel aldrei verið neitt Ku Klux Klan án kristni. Og hugsanlega ekkert öfga-íslam án íslams. Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Undanfarin vika hefur verið mannkyninu erfið. Fréttir af sjálfsmorðsárásum dynja á okkur úr öllum heimshornum. Margir setja upp franskan fána til þess að sýna samstöðu en aðrir eru brjálaðir yfir því að ekki sé boðið upp á líbanskan eða nígerískan fána. Hræsni er stóra vandamálið okkar. En af hverju, hvernig og hvers vegna geta svona hræðilegir atburðir gerst í upplýstum samfélögum nútímans? Samfélögum sem hafa komið sér saman um það fyrir margt löngu að deilumál og ágreiningur skuli leyst án blóðsúthellinga, fyrir dómi eða með öðrum siðuðum sáttaleiðum. Bent hefur verið á að auðvitað hafi þetta ekkert með trú að gera. Margir eru trúaðir en bara lítill hluti þeirra er vondur. Langflestir þeirra eru jafnvel rosalega góðir. Þetta getur ekki verið trúin. Er ekki líklegra að þetta orsakist af atvinnuleysi, útskúfun og slæmri félagslegri stöðu? Reyndar segja hryðjuverkamennirnir að þetta sé gert í nafni guðs. Spámaður þeirra hafi móðgast og það þurfi að refsa trúvillingum. En hvað vita þeir? Þeir eru bara orðnir vankaðir af slæmri meðferð Vesturveldanna og vita ekkert hvað þeir eru að segja. Auðvitað er þetta okkur að kenna en ekki trúnni. Við megum alls ekki kenna trúnni um þetta. Því þá gætum við kannski þurft að endurskoða okkar eigin trú. Við komumst ekki langt í umræðunni með því að segja að Múhameð hafi verið rugludallur en Jesús hafi í alvörunni gengið á vatni. Þannig að við skulum bara hunsa fílinn í stofunni. Það má ekki stugga við honum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefði jafnvel aldrei verið neitt Ku Klux Klan án kristni. Og hugsanlega ekkert öfga-íslam án íslams. Eða hvað?
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun