Nafn Heimis fjarlægt að beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2015 11:02 Umrædd auglýsing frá Úrval Útsýn. Sigurður er til hægri á myndinni. Samsett mynd/Vísir/Getty Nafn Heimis Hallgrímssonar, annars þjálfara A-landsliðs karla, var fjarlægt úr heiti knattspyrnuskóla sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn skipuleggur fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Námskeiðið fer fram á Spáni í lok júlí næstkomandi. Upphaflega var vikulangt námskeiðið auglýst sem Knattspyrnuskóli Heimis Hallgríms, Errea og Coca Cola, líkt og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Á heimasíðu Úrvals Útsýnar heitir það nú einfaldlega „Knattspyrnuskólinn“. „Einhverjum fannst óviðeigandi að nafn mitt væri sett við skólann á þennan hátt og því dró ég mig úr skólastjórastöðunni,“ sagði Heimir í samtali við Vísi í dag vegna málsins. Hann reiknar þó með að eiga aðkomu að námskeiðinu eins og upphaflega stóð til. „Það var farið af stað með góðum vilja en fyrst þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum þá taldi ég þetta bestu niðurstöðuna,“ segir Heimir og bætir við að sonur hans verði þátttakandi á námskeiðinu og því verði hann staddur ytra á meðan það fer fram. Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er yfirmaður íþróttadeildar Úrvals Útsýnar. Hann segir að það sé rétt að nafn Heimis hafi verið fjarlægt að beiðni Heimis og KSÍ. „KSÍ vildi tóna niður hans aðkomu, enda er hann í vinnu þar. Það var gert til að koma í veg fyrir einhverjar hugsanlegar raddir um hagsmunaárekstra.“ Sigurður bætir við að enginn hafi hætt við eftir að námskeiðslýsingunni var breytt og að vel hafi selst á námskeiðið. Líklegt er að það verði uppselt strax í næstu viku. „Þetta er frábær skóli fyrir íslenska krakka og hefur verið tekið gríðarlega jákvætt í verkefnið. Það er rós í hnappagatið fyrir alla þá sem að því koma.“ Ekki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Nafn Heimis Hallgrímssonar, annars þjálfara A-landsliðs karla, var fjarlægt úr heiti knattspyrnuskóla sem ferðaskrifstofan Úrval Útsýn skipuleggur fyrir unga knattspyrnuiðkendur. Námskeiðið fer fram á Spáni í lok júlí næstkomandi. Upphaflega var vikulangt námskeiðið auglýst sem Knattspyrnuskóli Heimis Hallgríms, Errea og Coca Cola, líkt og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu. Á heimasíðu Úrvals Útsýnar heitir það nú einfaldlega „Knattspyrnuskólinn“. „Einhverjum fannst óviðeigandi að nafn mitt væri sett við skólann á þennan hátt og því dró ég mig úr skólastjórastöðunni,“ sagði Heimir í samtali við Vísi í dag vegna málsins. Hann reiknar þó með að eiga aðkomu að námskeiðinu eins og upphaflega stóð til. „Það var farið af stað með góðum vilja en fyrst þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum þá taldi ég þetta bestu niðurstöðuna,“ segir Heimir og bætir við að sonur hans verði þátttakandi á námskeiðinu og því verði hann staddur ytra á meðan það fer fram. Sigurður Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, er yfirmaður íþróttadeildar Úrvals Útsýnar. Hann segir að það sé rétt að nafn Heimis hafi verið fjarlægt að beiðni Heimis og KSÍ. „KSÍ vildi tóna niður hans aðkomu, enda er hann í vinnu þar. Það var gert til að koma í veg fyrir einhverjar hugsanlegar raddir um hagsmunaárekstra.“ Sigurður bætir við að enginn hafi hætt við eftir að námskeiðslýsingunni var breytt og að vel hafi selst á námskeiðið. Líklegt er að það verði uppselt strax í næstu viku. „Þetta er frábær skóli fyrir íslenska krakka og hefur verið tekið gríðarlega jákvætt í verkefnið. Það er rós í hnappagatið fyrir alla þá sem að því koma.“ Ekki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira