Subaru og Toyota áfram í samstarfi með BRZ/GT86 Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 13:02 Toyota GT86 3dtuning Það vakti sannarlega athygli þegar Toyota og Subaru framleiddu saman sportbílinn Toyota GT86/Subaru BRZ sem nú hefur verið á markaði í fáein ár. Fyrirtækin tvö hafa nú ákveðið að vinna saman að breyttum slíkum bíl, hvort sem það verður í formi andlitslyftingar eða nýrrar kynslóðar bílsins. Því er aðalfréttin kannski fólgin í áframhaldandi samstarfi Toyota og Subaru og þá má spyrja sig að því hvort samstarfið verði víðtækara. Búist er við því að breyttur slíkur bíll verði kominn í sölu innan 3 ára. Subaru hefur þau áform að bæta við rafmótorum í Subaru BRZ og auka með því afl bílsins, sem margir hafa kvartað yfir að sé of afllítill. Bíllinn er nú 200 hestöfl með sinni 2,0 lítra boxer-bensínvél, sem framleidd er af Subaru og er einnig að finna í útgáfunni frá Toyota, GT86. Subaru ætlar ekki að selja þennan BRZ Plug-In-Hybrid bíl í Japan, heldur ætlar hann á markaði þar sem hagkvæmt er að kaupa tvinnbíla vegna skattareglna. Subaru BRZ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent
Það vakti sannarlega athygli þegar Toyota og Subaru framleiddu saman sportbílinn Toyota GT86/Subaru BRZ sem nú hefur verið á markaði í fáein ár. Fyrirtækin tvö hafa nú ákveðið að vinna saman að breyttum slíkum bíl, hvort sem það verður í formi andlitslyftingar eða nýrrar kynslóðar bílsins. Því er aðalfréttin kannski fólgin í áframhaldandi samstarfi Toyota og Subaru og þá má spyrja sig að því hvort samstarfið verði víðtækara. Búist er við því að breyttur slíkur bíll verði kominn í sölu innan 3 ára. Subaru hefur þau áform að bæta við rafmótorum í Subaru BRZ og auka með því afl bílsins, sem margir hafa kvartað yfir að sé of afllítill. Bíllinn er nú 200 hestöfl með sinni 2,0 lítra boxer-bensínvél, sem framleidd er af Subaru og er einnig að finna í útgáfunni frá Toyota, GT86. Subaru ætlar ekki að selja þennan BRZ Plug-In-Hybrid bíl í Japan, heldur ætlar hann á markaði þar sem hagkvæmt er að kaupa tvinnbíla vegna skattareglna. Subaru BRZ
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent