Dísilbílar Volkswagen í Bandaríkjunum hafa fallið í verði um 16% Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 15:53 Volkswagen Jetta. Autoblog Eins og við var búist hafa þeir dísilbílar sem eru með svindlhugbúnaði í Bandaríkjunum fallið í verði og nemur það fall nú 16%. Í leiðinni hafa þeir bílar Volkswagen sem eru með bensínvélar einnig fallið verði um 2,9%. Engu að síður ganga bílar Volkswagen enn kaupum og sölum af álíka miklu krafti og áður. Kemur það aðeins á óvart þar sem Volkswagen hefur ekki enn tilgreint um hversu mikið fyrirtækið ætlar að bæta eigendum dísilbílanna upp svindlið og er fólk greinilega tilbúið að selja bíla sína á undirverði og á meðan hagnast þeir sem kaupa þá og þiggja þá væntanlega bæturnar þegar þær berast. Sala dísilbíla Volkswagen hefur aðeins hægst og nemur sú minnkun 2,4% miðað við má sama tíma í fyrra. Þó er sala notaðra VW Jetta bíla 3,7% meiri en í fyrra en sala Golf hefur minnkað um 3,7% og Golf Sportwagon um 6,2%. Sala Audi A3 er þó líflegri sem nemur 1,6%. Þeir sem selja VW Jetta kaupa margir Ford Focus eða Honda Civic, en seljendur Audi A3 leita frekar í bíla eins og Mercedes Benz CLA og BMW 2 series. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent
Eins og við var búist hafa þeir dísilbílar sem eru með svindlhugbúnaði í Bandaríkjunum fallið í verði og nemur það fall nú 16%. Í leiðinni hafa þeir bílar Volkswagen sem eru með bensínvélar einnig fallið verði um 2,9%. Engu að síður ganga bílar Volkswagen enn kaupum og sölum af álíka miklu krafti og áður. Kemur það aðeins á óvart þar sem Volkswagen hefur ekki enn tilgreint um hversu mikið fyrirtækið ætlar að bæta eigendum dísilbílanna upp svindlið og er fólk greinilega tilbúið að selja bíla sína á undirverði og á meðan hagnast þeir sem kaupa þá og þiggja þá væntanlega bæturnar þegar þær berast. Sala dísilbíla Volkswagen hefur aðeins hægst og nemur sú minnkun 2,4% miðað við má sama tíma í fyrra. Þó er sala notaðra VW Jetta bíla 3,7% meiri en í fyrra en sala Golf hefur minnkað um 3,7% og Golf Sportwagon um 6,2%. Sala Audi A3 er þó líflegri sem nemur 1,6%. Þeir sem selja VW Jetta kaupa margir Ford Focus eða Honda Civic, en seljendur Audi A3 leita frekar í bíla eins og Mercedes Benz CLA og BMW 2 series.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent