GM innkallar 1,4 milljón bíla vegna olíuleka Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 15:29 3,8 lítra V6 vél General Motors. Autoblog General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent
General Motors hefur innkallað 1.411.332 bíla vegna olíuleka sem leitt getur til eldhættu. Eru 1.283.340 þeirra í Bandaríkjunum. Allir þessir bílar eru með sömu 3,8 lítra V6 vélina. Eru þær í bílgerðunum Pontiac Grand Prix frá 1997 til 2004, Chevrolet Impala frá 2000 til 2004, Chevrolet Lumina frá 1998 til 1999, Chevrolet Monte Carlo frá 1998 til 2004, Oldsmobile Intrique frá 1998 til 1999 og Buick Regal frá 1997 til 2004. Olía frá vélum þessara bíla getur lekið á pústgreinar þeirra og í henni kviknað. Skráð eru 1.345 slík tilfelli frá síðustu 6 árum og hafa 19 þeirra valdið minniháttar slysum, en engum dauðsföllum. Þessi innköllun nú er sú fjórða vegna þessa galla og tók ein þeirra til 1,5 milljóna bíla.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent