Sérþekking í tómarúmi stjórnarmaðurinn skrifar 28. október 2015 07:00 Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira