Adele skellir á Silvíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2015 00:18 Loksins hefur fengist svar við því hver var á hinni línunni árið 2006. Vísir Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015 Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015
Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01
Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13