Methagnaður Skoda Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 11:22 Svona gæti 7 sæta jeppi Skoda litið út. carwow Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hagnaðist tékkneski bílaframleiðandinn Skoda meira en fyrirtækið hefur áður gert á sama tíma. Hagnaður Skoda nam 104 milljörðum króna og jókst hann um 12,7% frá síðasta ári. Skoda seldi 791.500 bíla á þessum 9 mánuðum og jókst salan um 2,2%. Rekstrartekjur jukust um 5,7% og því hefur hver seldur bíll verið nokkru dýrari í ár en í fyrra. Skoda velti 1.325 milljörðum króna á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Skoda hóf sölu á nýrri kynslóð Superb, stærsta fólksbíls fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hefur honum verið tekið með kostum og á hann þátt í góðri sölu Skoda þetta árið. Uppfærð útgáfa Octavia kemur á markað árið 2017 og líklega líka 7 sæta jeppi sem mun fást með hefðbundnum brunavélum en einnig sem Plug-In-Hybrid bíll. Skoda mun selja yfir 1 milljón bíla í ár en stefnir að því að selja 1,5 milljón bíla innan nokkurra ára. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hagnaðist tékkneski bílaframleiðandinn Skoda meira en fyrirtækið hefur áður gert á sama tíma. Hagnaður Skoda nam 104 milljörðum króna og jókst hann um 12,7% frá síðasta ári. Skoda seldi 791.500 bíla á þessum 9 mánuðum og jókst salan um 2,2%. Rekstrartekjur jukust um 5,7% og því hefur hver seldur bíll verið nokkru dýrari í ár en í fyrra. Skoda velti 1.325 milljörðum króna á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Skoda hóf sölu á nýrri kynslóð Superb, stærsta fólksbíls fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hefur honum verið tekið með kostum og á hann þátt í góðri sölu Skoda þetta árið. Uppfærð útgáfa Octavia kemur á markað árið 2017 og líklega líka 7 sæta jeppi sem mun fást með hefðbundnum brunavélum en einnig sem Plug-In-Hybrid bíll. Skoda mun selja yfir 1 milljón bíla í ár en stefnir að því að selja 1,5 milljón bíla innan nokkurra ára.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent