Afglæpavæðing er milliskref Pawel Bartoszek skrifar 10. október 2015 07:00 Þeir sem eru teknir með meira en 30 grömm af kókaíni í Singapúr hljóta sjálfkrafa dauðarefsingu. Sama gildir um þá sem gripnir eru með meira en hálft kíló af hassi í fórum sér. Þá er einfaldlega gert ráð fyrir að efnið sé til sölu og hendur dómara bundnar. Rök þeirra sem styðja þetta fyrirkomulag eru þessi: „Stefnan skilar árangri. Yfir 8% Breta nota kannabis að staðaldri, en aðeins 0,005% íbúa Singapúr.“ Við getum dregið tölfræðina í efa. En ef við samþykkjum það að markmið laga sé að móta þjóðfélagið í ákveðna átt, með hagsmuna heildarinnar í huga, þá getur hugsanlega verið að Singapúr hafi á réttu að standa. Það getur verið að í slíku lagaumhverfi selji fólk dóp síður, neyti dóps síður og menn lifi þá að meðaltali hamingjuríkara lífi. Þótt svo einstaka burðardýri sé fórnað þá bjargast fleiri mannslífi á móti. Líkt og íbúar Singapúr þá virðumst við enn trúa því að harðar refsingar, sérstaklega fyrir sölu og smygl, séu til gagns þegar á heildina er litið. Í vikunni var kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir eiturlyfjainnflutning. Yfir þúsund manns fara á sakaskrá á hverju ári fyrir brot tengd ólöglegum fíkniefnum. Oftast bara vegna neyslu. Fólk spyr enn: „Viltu að börnin þín verði dópistar?“ þegar það ætti í raun að spyrja: „Viltu að börnin þín fari í fangelsi?“ Þótt einhverjir vilji leyfa neysluna þykir það enn öfgastefna að vilja leyfa sölu eða framleiðslu. En það getur varla gengið til lengdar. Afglæpavæðing er redding. Hún er pragmatískt milliskref á svipaðan hátt og staðfest samvist samkynhneigðra var á sínum tíma. En sem heildstæð lausn meikar hún takamarkaðan lagalegan eða siðferðislegan sens. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þeir sem eru teknir með meira en 30 grömm af kókaíni í Singapúr hljóta sjálfkrafa dauðarefsingu. Sama gildir um þá sem gripnir eru með meira en hálft kíló af hassi í fórum sér. Þá er einfaldlega gert ráð fyrir að efnið sé til sölu og hendur dómara bundnar. Rök þeirra sem styðja þetta fyrirkomulag eru þessi: „Stefnan skilar árangri. Yfir 8% Breta nota kannabis að staðaldri, en aðeins 0,005% íbúa Singapúr.“ Við getum dregið tölfræðina í efa. En ef við samþykkjum það að markmið laga sé að móta þjóðfélagið í ákveðna átt, með hagsmuna heildarinnar í huga, þá getur hugsanlega verið að Singapúr hafi á réttu að standa. Það getur verið að í slíku lagaumhverfi selji fólk dóp síður, neyti dóps síður og menn lifi þá að meðaltali hamingjuríkara lífi. Þótt svo einstaka burðardýri sé fórnað þá bjargast fleiri mannslífi á móti. Líkt og íbúar Singapúr þá virðumst við enn trúa því að harðar refsingar, sérstaklega fyrir sölu og smygl, séu til gagns þegar á heildina er litið. Í vikunni var kona dæmd í 11 ára fangelsi fyrir eiturlyfjainnflutning. Yfir þúsund manns fara á sakaskrá á hverju ári fyrir brot tengd ólöglegum fíkniefnum. Oftast bara vegna neyslu. Fólk spyr enn: „Viltu að börnin þín verði dópistar?“ þegar það ætti í raun að spyrja: „Viltu að börnin þín fari í fangelsi?“ Þótt einhverjir vilji leyfa neysluna þykir það enn öfgastefna að vilja leyfa sölu eða framleiðslu. En það getur varla gengið til lengdar. Afglæpavæðing er redding. Hún er pragmatískt milliskref á svipaðan hátt og staðfest samvist samkynhneigðra var á sínum tíma. En sem heildstæð lausn meikar hún takamarkaðan lagalegan eða siðferðislegan sens.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun