8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 10. október 2015 10:45 Ytri Rangá er aflahæsta laxveiðiáin þetta sumarið Þeir eru að reynast ótrúlega sannspáir sem spáðu að þetta yrði eitt af metárunum í Ytri Rangá strax í byrjun. Veiðin hefur verið svakalega góð í ánni meira og mina allt tímabilið þó fyrstu tvær til þrjár vikurnar hafi verið rólegar eins og gefur að skilja. Þegar áin fór loksins í gang var feyknaveiði á fluguna og það jókst bara sem leið á sumarið. Þegar maðkurinn fór niður var þetta ekkert annað en mokveiði og þá fóru að detta inn 600-900 laxa vikur en þar um bil. Veiðin hefur verið feyknagóð á endasprettinum í haust og staðar er sú að alls eru komnir 8408 laxar á land á þessu tímabili sem gerir það að þriðja besta ári Yrtri Rangár frá upphafi en aðeins hefur veiðst meira árin 2008 og 2009. Nú er veitt í ánni í tæpa 10 daga í viðbót og daglega eru að veiðast um og yfir 50 laxar svo það er ekkert óhugsandi að um 500 laxar veiðist í viðbót á þeim tíma. Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar geta klárlega gert góða veiði í Ytri fram til loka því ekki vantar laxinn og ennþá veiðast nokkrir bjartir laxar næstum daglega. Mest lesið Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Tafir á smíði veiðihúss við Miðá Veiði
Þeir eru að reynast ótrúlega sannspáir sem spáðu að þetta yrði eitt af metárunum í Ytri Rangá strax í byrjun. Veiðin hefur verið svakalega góð í ánni meira og mina allt tímabilið þó fyrstu tvær til þrjár vikurnar hafi verið rólegar eins og gefur að skilja. Þegar áin fór loksins í gang var feyknaveiði á fluguna og það jókst bara sem leið á sumarið. Þegar maðkurinn fór niður var þetta ekkert annað en mokveiði og þá fóru að detta inn 600-900 laxa vikur en þar um bil. Veiðin hefur verið feyknagóð á endasprettinum í haust og staðar er sú að alls eru komnir 8408 laxar á land á þessu tímabili sem gerir það að þriðja besta ári Yrtri Rangár frá upphafi en aðeins hefur veiðst meira árin 2008 og 2009. Nú er veitt í ánni í tæpa 10 daga í viðbót og daglega eru að veiðast um og yfir 50 laxar svo það er ekkert óhugsandi að um 500 laxar veiðist í viðbót á þeim tíma. Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar geta klárlega gert góða veiði í Ytri fram til loka því ekki vantar laxinn og ennþá veiðast nokkrir bjartir laxar næstum daglega.
Mest lesið Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Tafir á smíði veiðihúss við Miðá Veiði