Eiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:38 Eiður Smári í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjá meira