Vika eftir af laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 12. október 2015 10:15 Eftir sérlega gott veiðisumar eru síðustu dagarnir á þessum veiðitima að renna sitt skeið og það fer hver að verða síðastur af bleyta færi. Allar sjálfbæru laxveiðiárnar hafa lokað fyrir veiði að undanskilinni Fossá en það er veitt í henni til 15. október. Rangárnar eru síðan báðar opnar til 19,. október og það má ennþá finna lausar stangir þar bæði inná vefnum hjá Veiða.is og eins hjá SVFR. Verðið á leyfunum er gott og veiðivon góð, þá sértaklega í Ytri Rangá þar sem 40-50 laxar eru að veiðast á dag. Veiðin í Eystri Rangá er aðeins minni en hún hefur líka verið minna stunduð. Til að mynda veiddust 16 vænir laxar þar fyrir fáum dögum á fimm stangir í frekar lélegu veðri. Veitt er í sjóbirtingsánum út október og að þessum tíma liðnum eiga veiðimenn landsins eftir að láta fimm mánuði líða áður en hægt verður að grípa í veiðistöngina aftur. Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði
Eftir sérlega gott veiðisumar eru síðustu dagarnir á þessum veiðitima að renna sitt skeið og það fer hver að verða síðastur af bleyta færi. Allar sjálfbæru laxveiðiárnar hafa lokað fyrir veiði að undanskilinni Fossá en það er veitt í henni til 15. október. Rangárnar eru síðan báðar opnar til 19,. október og það má ennþá finna lausar stangir þar bæði inná vefnum hjá Veiða.is og eins hjá SVFR. Verðið á leyfunum er gott og veiðivon góð, þá sértaklega í Ytri Rangá þar sem 40-50 laxar eru að veiðast á dag. Veiðin í Eystri Rangá er aðeins minni en hún hefur líka verið minna stunduð. Til að mynda veiddust 16 vænir laxar þar fyrir fáum dögum á fimm stangir í frekar lélegu veðri. Veitt er í sjóbirtingsánum út október og að þessum tíma liðnum eiga veiðimenn landsins eftir að láta fimm mánuði líða áður en hægt verður að grípa í veiðistöngina aftur.
Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði