Chanel opnar sýningu í London Ritstjórn skrifar 12. október 2015 11:30 Chanel aðdáendur sem staddir eru í London ættu að taka morgundaginn frá, því á morgun, 13.október opnar sýningin Mademoiselle Privé í Saatchi Gallery í London. Er sýningunni lýst sem hrifnæmu ferðalagi í gegnum sögu og hönnun Chanel, bæði á skarti og fatnaði hönnuðu af sjálfri Coco Chanel og Karl Lagerfeld. Í tilefni sýningarinnar myndaði Karl Lagerfeld fyrirsætur og leikkonur íklæddar Chanel og með skartgripi frá merkinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tökunum.Gabrielle Bonheur Chanel, eða eins og flestir þekkja hana, Coco Chanel.Á sýningunni er einnig hægt að fara á stutt námskeið, bæði í hátískuútsaumi og blómagerð. Að auki er hægt að fara á sérstaka kynningu á frægasta ilmvatni merkisins, Chanel no 5 og kynnast uppbyggingu þess. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og stendur hún yfir til 1.nóvember og má finna frekari upplýsingar um sýninguna hér. Glamour Tíska Mest lesið Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum Glamour Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Glamour Glamour skálar fyrir sólinni Glamour Dolce & Gabbana viðurkenna hönnunarstuld Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Selena Gomez skipti um númer til þess að losna við Justin Bieber Glamour
Chanel aðdáendur sem staddir eru í London ættu að taka morgundaginn frá, því á morgun, 13.október opnar sýningin Mademoiselle Privé í Saatchi Gallery í London. Er sýningunni lýst sem hrifnæmu ferðalagi í gegnum sögu og hönnun Chanel, bæði á skarti og fatnaði hönnuðu af sjálfri Coco Chanel og Karl Lagerfeld. Í tilefni sýningarinnar myndaði Karl Lagerfeld fyrirsætur og leikkonur íklæddar Chanel og með skartgripi frá merkinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá tökunum.Gabrielle Bonheur Chanel, eða eins og flestir þekkja hana, Coco Chanel.Á sýningunni er einnig hægt að fara á stutt námskeið, bæði í hátískuútsaumi og blómagerð. Að auki er hægt að fara á sérstaka kynningu á frægasta ilmvatni merkisins, Chanel no 5 og kynnast uppbyggingu þess. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og stendur hún yfir til 1.nóvember og má finna frekari upplýsingar um sýninguna hér.
Glamour Tíska Mest lesið Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum Glamour Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Glamour Glamour skálar fyrir sólinni Glamour Dolce & Gabbana viðurkenna hönnunarstuld Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Selena Gomez skipti um númer til þess að losna við Justin Bieber Glamour