Þaulreyndur ítalskur dómari með flautuna í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 15:00 Gianluca Rocchi, dómari frá Ítalíu. Vísir/Getty Það verða ítalskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Tyrkland mætir Íslandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Hinn 42 ára Gianluca Rocchi verður dómari leiksins en hann hefur verið umdeildur í heimalandi sínu. Rocchi hefur verið með alþjóðleg dómararéttindi undanfarin sjö ár og dæmt í undankeppni HM og EM, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, Ólympíuleikunum í London og HM U-23 ára. Hann dæmdi til að mynda viðureign Tékklands og Hollands í sama riðli þegar liðin mættust síðastliðið haust en hann hefur einnig dæmt stóra leiki í undankeppninni, til að mynda hjá Portúgal og Englandi. Hann hefur einnig dæmt leiki hjá sterkum félagsliðum utan heimalandsins, svo sem Arsenal, Atletico Madrid, Bayern München, Chelsea og Manchester United. Hann dæmdi einnig viðureign Barcelona og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr á þessu ári. Þess má einnig geta að hann dæmdi leik Argentínu og Mexíkó í undanúrslitum HM U-23 ára árið 2013. Rocchi hefur þó verið umdeildur í heimalandi sínu og þótt bæði spjaldaglaður og gjarn á að dæma vítaspyrnur. Hann vakti þá athygli þegar hann dæmdi viðureign Manchester City og Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2012. Rocchi dæmdi City umdeilda vítaspyrnu í leiknum og rak um leið Alvaro Arbeloa, leikmann Real, af velli. Honum tókst þó einnig að reita City-menn til reiði í leiknum og rak David Platt, þáverandi aðstoðarþjálfara City, upp í stúku en hann gaf alls sjö áminningar í leiknum.Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 og verður lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Það verða ítalskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Tyrkland mætir Íslandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Hinn 42 ára Gianluca Rocchi verður dómari leiksins en hann hefur verið umdeildur í heimalandi sínu. Rocchi hefur verið með alþjóðleg dómararéttindi undanfarin sjö ár og dæmt í undankeppni HM og EM, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeild UEFA, Ólympíuleikunum í London og HM U-23 ára. Hann dæmdi til að mynda viðureign Tékklands og Hollands í sama riðli þegar liðin mættust síðastliðið haust en hann hefur einnig dæmt stóra leiki í undankeppninni, til að mynda hjá Portúgal og Englandi. Hann hefur einnig dæmt leiki hjá sterkum félagsliðum utan heimalandsins, svo sem Arsenal, Atletico Madrid, Bayern München, Chelsea og Manchester United. Hann dæmdi einnig viðureign Barcelona og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr á þessu ári. Þess má einnig geta að hann dæmdi leik Argentínu og Mexíkó í undanúrslitum HM U-23 ára árið 2013. Rocchi hefur þó verið umdeildur í heimalandi sínu og þótt bæði spjaldaglaður og gjarn á að dæma vítaspyrnur. Hann vakti þá athygli þegar hann dæmdi viðureign Manchester City og Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2012. Rocchi dæmdi City umdeilda vítaspyrnu í leiknum og rak um leið Alvaro Arbeloa, leikmann Real, af velli. Honum tókst þó einnig að reita City-menn til reiði í leiknum og rak David Platt, þáverandi aðstoðarþjálfara City, upp í stúku en hann gaf alls sjö áminningar í leiknum.Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18.45 og verður lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira