Ótrúleg afsökun frá Balenciaga og MyTheresa Ritstjórn skrifar 13. október 2015 10:28 Fatamerkið Balenciaga hefur í samstarfi við netverslunina MyTheresa gert tískustuttmyndina „Une Incroyable Excuse“ eða ótrúleg afsökun. Í myndinni, sem tekin er upp á einu glæsilegasta veitingahúsi í París, Caviar Kaspia, kynnumst við þremur vinkonum sem hittast í hádegismat. Ein þeirra er of sein og hneykslast vinkonur hennar á því að hún sé enn eina ferðina sein og hvaða ótrúlegu afsökun hún muni koma með í þetta skiptið. „Hugmyndin á bakvið myndina er að sýna að tískuheimurinn getur líka verið léttur og skemmtilegur, en það er eitthvað sem skiptir mig miklu máli að sé auglóst, og það var útgangspunkturinn við gerð myndarinnar,“ segir Justin O'Shea innkaupastjóri hjá MyTheresa um gerð myndarainnar. Í myndinni klæðast þær vinkonurnar fatnaði úr haustlínu Balenciaga, sem fáanleg er á MyTheresa.com. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en hún verður sýnd í heild sinni á heimasíðunni showstudio.com á sunnudag og svo á MyTheresa.com. Glamour Tíska Mest lesið Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Femínismi er orð ársins 2017 Glamour "Tískubransinn er að komast upp með morð“ Glamour Michelle Obama heiðruð á forsíðu New York Times Style Glamour Beint af tískupallinum til Jennifer Lopez Glamour SKAM stjarna vekur lukku á tískuvikunni Glamour Lína Balmain fyrir H&M lekur á Instagram Glamour
Fatamerkið Balenciaga hefur í samstarfi við netverslunina MyTheresa gert tískustuttmyndina „Une Incroyable Excuse“ eða ótrúleg afsökun. Í myndinni, sem tekin er upp á einu glæsilegasta veitingahúsi í París, Caviar Kaspia, kynnumst við þremur vinkonum sem hittast í hádegismat. Ein þeirra er of sein og hneykslast vinkonur hennar á því að hún sé enn eina ferðina sein og hvaða ótrúlegu afsökun hún muni koma með í þetta skiptið. „Hugmyndin á bakvið myndina er að sýna að tískuheimurinn getur líka verið léttur og skemmtilegur, en það er eitthvað sem skiptir mig miklu máli að sé auglóst, og það var útgangspunkturinn við gerð myndarinnar,“ segir Justin O'Shea innkaupastjóri hjá MyTheresa um gerð myndarainnar. Í myndinni klæðast þær vinkonurnar fatnaði úr haustlínu Balenciaga, sem fáanleg er á MyTheresa.com. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en hún verður sýnd í heild sinni á heimasíðunni showstudio.com á sunnudag og svo á MyTheresa.com.
Glamour Tíska Mest lesið Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Femínismi er orð ársins 2017 Glamour "Tískubransinn er að komast upp með morð“ Glamour Michelle Obama heiðruð á forsíðu New York Times Style Glamour Beint af tískupallinum til Jennifer Lopez Glamour SKAM stjarna vekur lukku á tískuvikunni Glamour Lína Balmain fyrir H&M lekur á Instagram Glamour