Freyr og Davíð hættir með Leikni | "Fer stoltur frá verkefninu“ Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2015 16:22 Freyr Alexandersson. Vísir/ernir „Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Freyr var að þjálfa í fyrsta sinn í efstu deild karla en hann sagðist hafa lært ýmislegt. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararnir og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt.“ Freyr var þakklátur öllum þeim sem komu að Leiknisliðinu í sumar. „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera.“ Freyr var þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk í sumar. „Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími,“ sagði Freyr meyr. „Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími,“ sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Freyr var að þjálfa í fyrsta sinn í efstu deild karla en hann sagðist hafa lært ýmislegt. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararnir og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt.“ Freyr var þakklátur öllum þeim sem komu að Leiknisliðinu í sumar. „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera.“ Freyr var þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk í sumar. „Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími,“ sagði Freyr meyr. „Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími,“ sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00