Góð tónlist, gott málefni og gott kvöld Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. október 2015 10:00 Úlfur Úlfur spila á tónleikunum í kvöld. „Mér finnst æðislegt hvað margir eru tilbúnir að gefa vinnu sína, fyrir þetta góða málefni,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima í sveitinni Úlfur Úlfur. Helgi stendur, ásamt öðrum, fyrir styrktartónleikum annað kvöld. „Allur ágóðinn rennur til sýrlenskra flóttamanna, í gegnum Rauða krossinn. Hluti upphæðarinnar sem safnast fer til flóttafólks á landamærum Sýrlands og Líbanons, en þar er ástandið slæmt. En ágóðinn mun einnig renna til þeirra flóttamanna sem koma hingað til lands. Nú er farið að styttast í að fyrstu þeirra komi hingað til lands.“ Þekktir listamenn munu koma fram á kvöldinu. Að sjálfsögðu fer Úlfur Úlfur á svið, en auk sveitarinnar munu Jón Jónsson, Milywhale, Axel Flóvent og Hinemoa troða upp. „Við byrjum klukkan átta og verðum þarna til ellefu. Þetta er kjörið fyrir fólk sem vill koma og hlusta á góða tónlist og leggja um leið góðu málefni lið. Það kostar bara þúsund krónur inn, en fólki er frjálst að borga meira. Ölgerðin mun svo selja Egils Gull á staðnum á fimm hundruð krónur og rennur salan óskipt til flóttamannanna.“ Fyrr um kvöldið verður umræða á vegum jafnréttisdaga, þar sem fjallað verður um stöðu flóttafólks á Íslandi. Þær umræður hefjast klukkan 18.45 og standa fram að tónleikum. „Við erum viss um að margir munu koma þarna á morgun. Ég get lofað góðri skemmtun, miklu fjöri og svo ætti öllum að líða vel að mæta og láta gott af sér leið á sama tíma,“ segir Helgi Sæmundur. Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Mér finnst æðislegt hvað margir eru tilbúnir að gefa vinnu sína, fyrir þetta góða málefni,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima í sveitinni Úlfur Úlfur. Helgi stendur, ásamt öðrum, fyrir styrktartónleikum annað kvöld. „Allur ágóðinn rennur til sýrlenskra flóttamanna, í gegnum Rauða krossinn. Hluti upphæðarinnar sem safnast fer til flóttafólks á landamærum Sýrlands og Líbanons, en þar er ástandið slæmt. En ágóðinn mun einnig renna til þeirra flóttamanna sem koma hingað til lands. Nú er farið að styttast í að fyrstu þeirra komi hingað til lands.“ Þekktir listamenn munu koma fram á kvöldinu. Að sjálfsögðu fer Úlfur Úlfur á svið, en auk sveitarinnar munu Jón Jónsson, Milywhale, Axel Flóvent og Hinemoa troða upp. „Við byrjum klukkan átta og verðum þarna til ellefu. Þetta er kjörið fyrir fólk sem vill koma og hlusta á góða tónlist og leggja um leið góðu málefni lið. Það kostar bara þúsund krónur inn, en fólki er frjálst að borga meira. Ölgerðin mun svo selja Egils Gull á staðnum á fimm hundruð krónur og rennur salan óskipt til flóttamannanna.“ Fyrr um kvöldið verður umræða á vegum jafnréttisdaga, þar sem fjallað verður um stöðu flóttafólks á Íslandi. Þær umræður hefjast klukkan 18.45 og standa fram að tónleikum. „Við erum viss um að margir munu koma þarna á morgun. Ég get lofað góðri skemmtun, miklu fjöri og svo ætti öllum að líða vel að mæta og láta gott af sér leið á sama tíma,“ segir Helgi Sæmundur.
Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira