Porsche ræður nýjan forstjóra Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 13:55 Oliver Blume, nýráðinn forstjóri Porsche. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent