Hjörvar um tveggja þjálfara kerfið: Lærdómur sumarsins er að þetta virkar ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2015 12:00 Leiknir er kominn með annan fótinn niður í 1. deild eftir 3-1 tap fyrir Fylki á útivelli í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Leiknismenn eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og staða Breiðhyltinga er því orðin ansi slæm. Leiknismenn tefla fram þjálfaratvíeyki, þeim Frey Alexanderssyni og Davíð Snorra Jónassyni, en í Pepsi-mörkunum í gær velti Hjörvar Hafliðason því upp hvort það væri tilviljun að bæði neðstu lið deildarinnar séu með tvo aðalþjálfara. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að tvö neðstu lið deildarinnar séu með þetta tveggja þjálfara kerfi og af hverju Víkingarnir lögðu það til hliðar? Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að engin alvöru lið í evrópskum fótbolta séu með þetta tveggja þjálfara kerfi?“ sagði Hjörvar. „Ég veit að það er erfitt að segja þetta eftir árangur landsliðsins. En ákvörðun eins og að spila 4-4-2 í dag, annar þeirra hlýtur að hafa fengið þá hugmynd. Það hljóta alltaf að vera einhverjir árekstrar. „Ég held að þetta virki ekki, þó þeir hafi farið upp svona. Það fá ekki tveir menn sömu hugmyndina á sama deginum og sama tímanum. Ég held að lærdómur sumarsins sé að þetta virki ekki,“ sagði Hjörvar en þeir Freyr og Davíð eru á sínu þriðja tímabili með Leikni en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í fyrra. Arnar Gunnlaugsson, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum ásamt Hjörvari, hefur reynslu af þessu tveggja þjálfara kerfi en hann þjálfaði ÍA í tvígang ásamt Bjarka, tvíburabróður sínum. „Þetta var mjög erfitt,“ sagði Arnar um samstarfið. „Ég er alveg sammála þessu og þetta eru sterk rök en ég held að Leiknir og Keflavík séu tvö neðstu liðin því þau eru með minnstu gæðin í sínum leikmannahópum. Það er ekkert flókið, fyrir mér eru alltaf tvö lélegustu liðin sem falla.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Leiknir er kominn með annan fótinn niður í 1. deild eftir 3-1 tap fyrir Fylki á útivelli í 20. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Leiknismenn eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og staða Breiðhyltinga er því orðin ansi slæm. Leiknismenn tefla fram þjálfaratvíeyki, þeim Frey Alexanderssyni og Davíð Snorra Jónassyni, en í Pepsi-mörkunum í gær velti Hjörvar Hafliðason því upp hvort það væri tilviljun að bæði neðstu lið deildarinnar séu með tvo aðalþjálfara. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að tvö neðstu lið deildarinnar séu með þetta tveggja þjálfara kerfi og af hverju Víkingarnir lögðu það til hliðar? Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að engin alvöru lið í evrópskum fótbolta séu með þetta tveggja þjálfara kerfi?“ sagði Hjörvar. „Ég veit að það er erfitt að segja þetta eftir árangur landsliðsins. En ákvörðun eins og að spila 4-4-2 í dag, annar þeirra hlýtur að hafa fengið þá hugmynd. Það hljóta alltaf að vera einhverjir árekstrar. „Ég held að þetta virki ekki, þó þeir hafi farið upp svona. Það fá ekki tveir menn sömu hugmyndina á sama deginum og sama tímanum. Ég held að lærdómur sumarsins sé að þetta virki ekki,“ sagði Hjörvar en þeir Freyr og Davíð eru á sínu þriðja tímabili með Leikni en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í fyrra. Arnar Gunnlaugsson, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum ásamt Hjörvari, hefur reynslu af þessu tveggja þjálfara kerfi en hann þjálfaði ÍA í tvígang ásamt Bjarka, tvíburabróður sínum. „Þetta var mjög erfitt,“ sagði Arnar um samstarfið. „Ég er alveg sammála þessu og þetta eru sterk rök en ég held að Leiknir og Keflavík séu tvö neðstu liðin því þau eru með minnstu gæðin í sínum leikmannahópum. Það er ekkert flókið, fyrir mér eru alltaf tvö lélegustu liðin sem falla.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira