Bieber-gangan rifjuð upp: "Eitt sinn belieber, ávallt belieber“ Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 21. september 2015 14:37 Justin Bieber er nú kominn til landsins. vísir/stöð 2/getty Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára.„Eitt sinn belieber, ávallt belieber,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir.mynd/anita rós„Ég er ennþá belieber, svona inn við beinið, þó það hafi minnkað. Þetta fer aldrei alveg úr manni,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir en hún var ein af skipuleggjendum Bieber göngunnar árið 2011. Aðspurð segir hún að tónlistarstefnan hjá hjartaknúsaranum sé örlítið breytt en þetta sé enn sami strákurinn að syngja. Áður en Bieber-gangan var farin hér á landi höfðu slíkar göngur verið farnar í borgum erlendis. „Ég hugsaði um Bieber-gönguna þegar fréttirnar komu í dag. Ég kynntist hinum skipuleggjendunum í gegnum Bieber hóp á Facebook og við ákváðum að gera þetta. Grúppuðum okkur bara saman,“ segir hún. Aðspurð um hver viðbrögðin við veru mannsins á landinu svarar hún að þau séu ekki þau sömu. „Ég er eiginlega alveg viss um að ég muni ekki reyna að elta hann núna. Ef ég myndi hins vegar sjá hann, ég veit eiginlega ekki hvað ég myndi gera. Ætli ég myndi ekki reyna að faðma hann,“ segir Anita. „Þetta er alveg geðveikt“ hrópaði Þóra Silja Hallsdóttir en hún var meðskipuleggjandi Anitu. Að auki komu Lovísa Þóra, Guðrún Brynja og Auður Ívarsdóttir að skipulagningu. Tilgangurinn var að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Nú er Justin Bieber mættur til landsins, fjórum árum eftir gönguna. Spurning hvort hún skilaði tilsettum árangri eftir allt saman? Heimsókn Vísis í gönguna fyrir fjórum árum má sjá hér að neðan. Einu sinni var... Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára.„Eitt sinn belieber, ávallt belieber,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir.mynd/anita rós„Ég er ennþá belieber, svona inn við beinið, þó það hafi minnkað. Þetta fer aldrei alveg úr manni,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir en hún var ein af skipuleggjendum Bieber göngunnar árið 2011. Aðspurð segir hún að tónlistarstefnan hjá hjartaknúsaranum sé örlítið breytt en þetta sé enn sami strákurinn að syngja. Áður en Bieber-gangan var farin hér á landi höfðu slíkar göngur verið farnar í borgum erlendis. „Ég hugsaði um Bieber-gönguna þegar fréttirnar komu í dag. Ég kynntist hinum skipuleggjendunum í gegnum Bieber hóp á Facebook og við ákváðum að gera þetta. Grúppuðum okkur bara saman,“ segir hún. Aðspurð um hver viðbrögðin við veru mannsins á landinu svarar hún að þau séu ekki þau sömu. „Ég er eiginlega alveg viss um að ég muni ekki reyna að elta hann núna. Ef ég myndi hins vegar sjá hann, ég veit eiginlega ekki hvað ég myndi gera. Ætli ég myndi ekki reyna að faðma hann,“ segir Anita. „Þetta er alveg geðveikt“ hrópaði Þóra Silja Hallsdóttir en hún var meðskipuleggjandi Anitu. Að auki komu Lovísa Þóra, Guðrún Brynja og Auður Ívarsdóttir að skipulagningu. Tilgangurinn var að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Nú er Justin Bieber mættur til landsins, fjórum árum eftir gönguna. Spurning hvort hún skilaði tilsettum árangri eftir allt saman? Heimsókn Vísis í gönguna fyrir fjórum árum má sjá hér að neðan.
Einu sinni var... Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira