CCP-bræður stofna tölvuleikjafyrirtæki Ingvar Haraldsson skrifar 23. september 2015 11:00 Í tölvuleikjabransanum Guðmundur og Ívar Kristjánssynir hafa áralanga reynslu af gerð tölvuleikja enda voru þeir báðir lengi hjá CCP. fréttablaðið/gva Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness. Leikjavísir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness.
Leikjavísir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira