Fundu svar við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2015 09:45 Freddie heitinn Mercury á tónleikum í París árið 1984. Vísir/Getty Svar hefur fengist við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best við áheyrnina. Reyndar má reikna með því að svarið við spurningunni sé breytilegt eftir því hvar rannsóknin er framkvæmd.Raftækjafyrirtækið Alba lét framkvæma könnun á meðal 2000 Breta með það fyrir augum að svara spurningunni. Lagið sem stóð uppi sem sigurvegari var að sjálfsögðu breskt.Lagið sem kemur fólki í mest stuð miðað við bresku könnunina. Um er að ræða slagarann Don’t Stop Me Now frá 1979 með Queen. Hollenski taugavísindamaðurinn Dr. Jacob Jolij tók að sér að greina gögnin fyrir Alba og sagði tvennt vega þyngst þegar kemur að lögum sem láta fólki líða vel. Lagið þarf að vera í dúr og tempóið þarf að vera hratt.Dancing Queen með Abba. Don’t Stop Me Now fór á topp tíu listann í Bretlandi en rétt komst inn á topp 100 í Bandaríkjunum. Því má fastlega reikna með að sambæriileg könnun vestan hafs hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Sömuleiðis ef farið yrði til annarra landa eða heimsálfa.Uptown Girl með Billy Joel Hins vegar eru eflaust margir sem geta samþykkt einhver af þeim lögum sem lentu í efstu sætum könnunarinnar. Næstu lög á eftir fyrrnefndum slagara Queen voru Dancing Queen með Abba, Good Vibrations með Beach Boys og Uptown Girl með Billy Joel. Athygli vekur að fyrsta lagið er með sænskri hljómsveit og þau síðarnefndu með bandarískum listamönnum.Good Vibrations með Beach Boys. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Svar hefur fengist við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best við áheyrnina. Reyndar má reikna með því að svarið við spurningunni sé breytilegt eftir því hvar rannsóknin er framkvæmd.Raftækjafyrirtækið Alba lét framkvæma könnun á meðal 2000 Breta með það fyrir augum að svara spurningunni. Lagið sem stóð uppi sem sigurvegari var að sjálfsögðu breskt.Lagið sem kemur fólki í mest stuð miðað við bresku könnunina. Um er að ræða slagarann Don’t Stop Me Now frá 1979 með Queen. Hollenski taugavísindamaðurinn Dr. Jacob Jolij tók að sér að greina gögnin fyrir Alba og sagði tvennt vega þyngst þegar kemur að lögum sem láta fólki líða vel. Lagið þarf að vera í dúr og tempóið þarf að vera hratt.Dancing Queen með Abba. Don’t Stop Me Now fór á topp tíu listann í Bretlandi en rétt komst inn á topp 100 í Bandaríkjunum. Því má fastlega reikna með að sambæriileg könnun vestan hafs hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Sömuleiðis ef farið yrði til annarra landa eða heimsálfa.Uptown Girl með Billy Joel Hins vegar eru eflaust margir sem geta samþykkt einhver af þeim lögum sem lentu í efstu sætum könnunarinnar. Næstu lög á eftir fyrrnefndum slagara Queen voru Dancing Queen með Abba, Good Vibrations með Beach Boys og Uptown Girl með Billy Joel. Athygli vekur að fyrsta lagið er með sænskri hljómsveit og þau síðarnefndu með bandarískum listamönnum.Good Vibrations með Beach Boys.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira