Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 10:20 Martin Winterkorn. Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent
Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent