RIFF sett í tólfta sinn í kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2015 14:30 Að athöfninni lokinni mun opnunarmynd hátíðarinnar verða sýnd, hin stórkostlega ævintýramynd, Tale of Tales, eða Sagnasveigur í leikstjórn Matteo Garrone. vísir Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður sett í 12. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói en dagskráin hefst klukkan hálf átta. Til að byrja með verður u.þ.b. 30 mínútna dagskrá þar sem Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og hátíðarstjórnandi, segir nokkur orð, Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur, mun flytja hina árlegu RIFF-Gusu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun svo setja hátíðina formlega. Kynnir á opnunarhátíðinni er Snjólaug Lúðvíksdóttir, grínisti. Að athöfninni lokinni mun opnunarmynd hátíðarinnar verða sýnd, hin stórkostlega ævintýramynd, Tale of Tales, eða Sagnasveigur í leikstjórn Matteo Garrone. Myndin fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Sagnasveigur keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor auk þess hefur hún hlotið glæsilega dóma þar sem hún hefur verið sýnd. Sérstök áhersla á hátíðinni í ár er á kvikmyndir eftir konur, um konur og málefni kvenna, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Hátíðin stendur í 11 daga til 4. október. RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður sett í 12. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói en dagskráin hefst klukkan hálf átta. Til að byrja með verður u.þ.b. 30 mínútna dagskrá þar sem Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og hátíðarstjórnandi, segir nokkur orð, Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur, mun flytja hina árlegu RIFF-Gusu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun svo setja hátíðina formlega. Kynnir á opnunarhátíðinni er Snjólaug Lúðvíksdóttir, grínisti. Að athöfninni lokinni mun opnunarmynd hátíðarinnar verða sýnd, hin stórkostlega ævintýramynd, Tale of Tales, eða Sagnasveigur í leikstjórn Matteo Garrone. Myndin fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Sagnasveigur keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor auk þess hefur hún hlotið glæsilega dóma þar sem hún hefur verið sýnd. Sérstök áhersla á hátíðinni í ár er á kvikmyndir eftir konur, um konur og málefni kvenna, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Hátíðin stendur í 11 daga til 4. október.
RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira