Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 16:24 Matthias Müller fyrir framan Porsche 918 Spyder. Líkt og gert hefur verið ráð fyrir svo til alla þessa viku fullyrða margir vefmiðlar sem fjalla um bíla að eftirmaður Martin Winterkorn í forstjórastóli Volkswagen verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Winterkorn sagði af sér í gær þrátt fyrir að í leiðinni hafi hann greint frá því að hann vissi ekkert um dísilvélasvindl Volkswagen. Endanlega greinir Volkswagen þó ekki frá ráðningunni fyrr en á morgun. Einn af ráðherrum í ríkisstjórn Þýskalands, Sigmar Gabriel, lét hafa eftir sér að ákvörðunin um dísilvélasvindlið hafi verið tekin áður en Martin Winterkorn var ráðinn forstjóri árið 2007 og að á þeim tíma hafi hann unnið fyrir Audi. Þrátt fyrir það hafi hann sagt af sér og axlað með því þá miklu ábyrgð sem nú hvílir á fyrirtækinu. Gabriel segist bera mikla virðingu fyrir Winterkorn með ákvörðun sinni en hann hafi ekki á nokkurn hátt borið beina ábyrgð á svindlinu. Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent
Líkt og gert hefur verið ráð fyrir svo til alla þessa viku fullyrða margir vefmiðlar sem fjalla um bíla að eftirmaður Martin Winterkorn í forstjórastóli Volkswagen verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Winterkorn sagði af sér í gær þrátt fyrir að í leiðinni hafi hann greint frá því að hann vissi ekkert um dísilvélasvindl Volkswagen. Endanlega greinir Volkswagen þó ekki frá ráðningunni fyrr en á morgun. Einn af ráðherrum í ríkisstjórn Þýskalands, Sigmar Gabriel, lét hafa eftir sér að ákvörðunin um dísilvélasvindlið hafi verið tekin áður en Martin Winterkorn var ráðinn forstjóri árið 2007 og að á þeim tíma hafi hann unnið fyrir Audi. Þrátt fyrir það hafi hann sagt af sér og axlað með því þá miklu ábyrgð sem nú hvílir á fyrirtækinu. Gabriel segist bera mikla virðingu fyrir Winterkorn með ákvörðun sinni en hann hafi ekki á nokkurn hátt borið beina ábyrgð á svindlinu. Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent