Fanndís: Þetta er mikill heiður Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. september 2015 16:45 „Þetta er frábært, bæði fyrir mig og liðið. Það eru margir Blikar hérna í dag, stuðningsmenn og annað og maður bara gríðarlega stoltur af því að vera Bliki,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, sátt eftir að hafa tekið við verðlaununum sem besti leikmaður nýafstaðins tímabils í Pepsi-deild kvenna í dag. Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag en Fanndís var valin best, Andrea Rán Hauksdóttir efnilegust og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, var valinn þjálfari ársins. „Þetta er mikill heiður, það er alltaf gaman að fá einstaklingsverðlaun og ég er stolt af þessu enda búin að hafa mikið fyrir þessu,“ sagði Fanndís sem var á sínum tíma valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. „Þetta er öðruvísi tilfinningin, hitt var líka gaman en þetta er önnur tilfinning. Rétt eins og þegar við urðum Íslandsmeistarar, tilfinningin er alltaf sú sama en það er öðruvísi að vera í lykilhlutverki heldur en á bekknum þótt Íslandsmeistaratilfinningin sé sú sama.“ Fanndís sagði að liðið myndi ekki hætta hér. „Við erum með gríðarlega gott lið og við þurfum að halda þessu áfram. Ég hef ekki orðið bikarmeistari áður með Breiðablik og það er markmiðið á næsta ári.“ Kópacabana, stuðningsmannasveit liðsins, sló í gegn á þessu tímabili en sveitin fjölmennti á alla leiki liðsins, þar á meðal leikinn á Akureyri þar sem titilinn kom í höfn. „Þeir eiga þetta fyllilega skilið enda búnir að hjálpa okkur mikið. Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa svona dygga og góða stuðningsmenn sem eltu okkur alla leið til Akureyrar. Við erum þeim mjög þakklátar eftir tímabilið.“ Fanndís var liðsfélögum sínum þakklát fyrir aðstoðina á þessu tímabili. „Spilamennska liðsins í sumar var frábær, sama hvort þú talar um markvörsluna, varnarleikinn eða sóknarleikinn. Ég fengi þessi verðlaun ekki án þeirra og ég tek við þeim fyrir okkur allar.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Andrea: Átti ekki von á þessu Andrea Rán sem valin var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna var þakklát eftir að hafa tekið við verðlaununum en þjálfari hennar sagði leikmenn sína eiga öll þessi verðlaun skilið eftir að hafa sópað til sín meirihluta verðlaunagripanna í dag. 25. september 2015 14:45 Fanndís best og Andrea efnilegust Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag. 25. september 2015 12:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Þetta er frábært, bæði fyrir mig og liðið. Það eru margir Blikar hérna í dag, stuðningsmenn og annað og maður bara gríðarlega stoltur af því að vera Bliki,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, sátt eftir að hafa tekið við verðlaununum sem besti leikmaður nýafstaðins tímabils í Pepsi-deild kvenna í dag. Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag en Fanndís var valin best, Andrea Rán Hauksdóttir efnilegust og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, var valinn þjálfari ársins. „Þetta er mikill heiður, það er alltaf gaman að fá einstaklingsverðlaun og ég er stolt af þessu enda búin að hafa mikið fyrir þessu,“ sagði Fanndís sem var á sínum tíma valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. „Þetta er öðruvísi tilfinningin, hitt var líka gaman en þetta er önnur tilfinning. Rétt eins og þegar við urðum Íslandsmeistarar, tilfinningin er alltaf sú sama en það er öðruvísi að vera í lykilhlutverki heldur en á bekknum þótt Íslandsmeistaratilfinningin sé sú sama.“ Fanndís sagði að liðið myndi ekki hætta hér. „Við erum með gríðarlega gott lið og við þurfum að halda þessu áfram. Ég hef ekki orðið bikarmeistari áður með Breiðablik og það er markmiðið á næsta ári.“ Kópacabana, stuðningsmannasveit liðsins, sló í gegn á þessu tímabili en sveitin fjölmennti á alla leiki liðsins, þar á meðal leikinn á Akureyri þar sem titilinn kom í höfn. „Þeir eiga þetta fyllilega skilið enda búnir að hjálpa okkur mikið. Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa svona dygga og góða stuðningsmenn sem eltu okkur alla leið til Akureyrar. Við erum þeim mjög þakklátar eftir tímabilið.“ Fanndís var liðsfélögum sínum þakklát fyrir aðstoðina á þessu tímabili. „Spilamennska liðsins í sumar var frábær, sama hvort þú talar um markvörsluna, varnarleikinn eða sóknarleikinn. Ég fengi þessi verðlaun ekki án þeirra og ég tek við þeim fyrir okkur allar.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Andrea: Átti ekki von á þessu Andrea Rán sem valin var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna var þakklát eftir að hafa tekið við verðlaununum en þjálfari hennar sagði leikmenn sína eiga öll þessi verðlaun skilið eftir að hafa sópað til sín meirihluta verðlaunagripanna í dag. 25. september 2015 14:45 Fanndís best og Andrea efnilegust Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag. 25. september 2015 12:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Andrea: Átti ekki von á þessu Andrea Rán sem valin var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna var þakklát eftir að hafa tekið við verðlaununum en þjálfari hennar sagði leikmenn sína eiga öll þessi verðlaun skilið eftir að hafa sópað til sín meirihluta verðlaunagripanna í dag. 25. september 2015 14:45
Fanndís best og Andrea efnilegust Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag. 25. september 2015 12:30