Barnakvikmyndahátíð hefst í dag Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. september 2015 10:00 Thelma Marín Jónsdóttir leiðir börnin í gegnum dagskránna á Barnakvikmyndahátíðinni. Vísir/Valli „Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira