Gæsaveiðin gengur vel um allt land Karl Lúðvíksson skrifar 29. september 2015 17:35 Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og var heldur róleg framan af en það hefur heldur betur ræst úr veiðinni. Veiðitölurnar sem við höfum fengið fregnir af eru farnar að minna á bestu haustdagana enda eru þessir dagar í kringum lok september og inní október oft taldir bestu dagarnir til að skjóta gæs. Hún er farin að koma inn af krafti í akra og tún, bændum til mikils ama, og hefur mikið verið skotið af henni síðustu daga. Algengt er að hver skytta sé með 15-20 fugla á góðum morgni en það hefur líka heyrst af hærri tölum og þá sér í lagi hjá þeim sem hafa verið að skjóta við kornakra. Fuglinn er vel haldinn og þrátt fyrir að september sé senn á enda er ennþá nokkuð af heiðagæs í aflanum en hún fer fyrst gæsa af landinu. Veiðimenn hafa haft orð á því að álft hafi fjölgað mikið frá því í fyrra og var nú líklega óþarfi að bæta á þann fjölda en hún getur farið mjög illa með tún og akra. Það hefur verið rætt milli veiðimanna hvort það sé ekki kominn tími til að veiða árlega einhverja fugla til að halda jafnvægi í stofninum en það hefur ekki fengið góðan hljómgrunn frá náttúruverndarsinnum. Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og var heldur róleg framan af en það hefur heldur betur ræst úr veiðinni. Veiðitölurnar sem við höfum fengið fregnir af eru farnar að minna á bestu haustdagana enda eru þessir dagar í kringum lok september og inní október oft taldir bestu dagarnir til að skjóta gæs. Hún er farin að koma inn af krafti í akra og tún, bændum til mikils ama, og hefur mikið verið skotið af henni síðustu daga. Algengt er að hver skytta sé með 15-20 fugla á góðum morgni en það hefur líka heyrst af hærri tölum og þá sér í lagi hjá þeim sem hafa verið að skjóta við kornakra. Fuglinn er vel haldinn og þrátt fyrir að september sé senn á enda er ennþá nokkuð af heiðagæs í aflanum en hún fer fyrst gæsa af landinu. Veiðimenn hafa haft orð á því að álft hafi fjölgað mikið frá því í fyrra og var nú líklega óþarfi að bæta á þann fjölda en hún getur farið mjög illa með tún og akra. Það hefur verið rætt milli veiðimanna hvort það sé ekki kominn tími til að veiða árlega einhverja fugla til að halda jafnvægi í stofninum en það hefur ekki fengið góðan hljómgrunn frá náttúruverndarsinnum.
Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði