Hægt að hafa áhrif á samfélagið með einni mínútu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 20:27 Hallfríður Þóra ásamt samstarfskonu sinni, Aude Busson. Vísir/Hallfríður Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi. RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF blæs nú í þriðja sinn til svokallaðrar Einnar mínútu myndakeppni en í því felst að aðeins er tekið við stuttmyndum sem eru ein mínúta að lengd. Þemað í ár er barátta með sérstaka áherslu á kvenréttindi og umhverfismál. Hver sem er má senda inn mynd tekna á hvaða tæki sem er. „Fólki gæti þótt það pínulítið óþægilegt að fara að setja sögu í samhengi á einni mínútu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF. „En eðli einnar mínútu myndar er að hún fangar augnablik. Það getur ótrúlega mikið komist fyrir í einni mínútu. Allt frá tilfinningu til sögu til sambands milli einstaklinga eða jafnvel skilaboð.“ Hallfríður segist sérstaklega hafa trú á að einnar mínútu myndir geti verið vel til þess fallnar að koma skilaboðum á framfæri, sérstaklega þegar kemur að þema keppninnar: barátta. „Ég held að allir Íslendingar geti verið sammála með að barátta sé eitthvað sem einkennir okkur. Nú þessa dagana er það barátta fyrir að hleypa fleira flóttafólki til landsins og bæta hag þeirra erlendis. Sömuleiðis eru okkur hugleikin kvenréttindamál og umhverfismál. Ég gæti talið í allan dag, við erum að berjast fyrir svo mörgu. Mér finnst svo fallegt að fólk geti nú skapað mynd á einni mínútu og komið á framfæri skilaboðum um það málefni sem hver einstaklingur vill berjast fyrir. Myndirnar mega ögra, þær mega vera fallegar og svo framvegis. Við viljum gefa öllum listrænt frelsi til að tjá sig.“ Hægt er að senda inn myndir með slóð á vefsvæði sem geymir myndina, til dæmis Youtube eða Vimeo, á einminuta@riff.is með nafni þátttakanda og aldri. Hægt er að senda myndir inn til og með 19. september. „Svo getur einhver hæfileikaríkur unnið þessa keppni,“ útskýrir Hallfríður en valdar myndir verða frumsýndar laugardaginn 26. september á Loft hostel. Þar verður sigurvegarinn tilkynntur og hlýtur verðlaun. Hallfríður bendir á The One Minutes fyrir þá sem hafa áhuga á þessu sérstaka kvikmyndaformi en RIFF mun sýna einnar mínútu myndir á hátíðinni. Hún hefst 24. september næstkomandi.
RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira